Aðeins ein viðbragðsáætlun til vegna gróðurelda Svavar Hávarðsson skrifar 5. mars 2014 10:39 Barist er við fjölda gróðurelda á ári, en nefnt er að slökkviliðin eiga ekki einu sinni fatnað sem hentar í slík störf. Fréttablaðið/Anton Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira