Aðeins ein viðbragðsáætlun til vegna gróðurelda Svavar Hávarðsson skrifar 5. mars 2014 10:39 Barist er við fjölda gróðurelda á ári, en nefnt er að slökkviliðin eiga ekki einu sinni fatnað sem hentar í slík störf. Fréttablaðið/Anton Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu. Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu.
Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira