Ekki launin sem kennarar eru að sækjast í Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2014 12:49 Vísir/Aðsend/Pjetur „Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði,“ skrifar Agnes Ósk Valdimarsdóttir í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Agnes er framhaldsskólakennari og hefur lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í þremur löndum. Hún segir að nú líti allt út fyrir að hún sé á leið í verkfall í fyrsta sinn, en líklegt sé að það verði einnig í síðasta skipti. Því Agnes fór nýlega í greiðslumat. „Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði,“ skrifar Agnes. Þá segist hún hafa hlegið. Hún geri sér grein fyrir að hún væri á lágum launum, en hefði aldrei dottið í hug að geta í besta falli keypt sér gluggalaust geymsluhúsnæði. Fyrstu vikurnar í starfi heyrði Agnes oft að starfið yrði auðveldara á næstu önn. „Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér.“ Samstarfsmenn hennar hafa gert líf hennar sem kennari auðveldara og hún segir þau öll vera glaðlynt fólk. Það sé kannski ástæða þess að fólk endist í kennarastarfinu, vinnustaðurinn. „Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í.“ Allt bendir nú til að framhaldsskólakennarar séu nú á leið í verkfall. Agnes segist gera sér grein fyrir því að kennarar séu ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Kennarastarfið borgi þó ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem lögð er í starfið. „Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi,“ skrifar Agnes. Kennaraverkfall Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði,“ skrifar Agnes Ósk Valdimarsdóttir í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Agnes er framhaldsskólakennari og hefur lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í þremur löndum. Hún segir að nú líti allt út fyrir að hún sé á leið í verkfall í fyrsta sinn, en líklegt sé að það verði einnig í síðasta skipti. Því Agnes fór nýlega í greiðslumat. „Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði,“ skrifar Agnes. Þá segist hún hafa hlegið. Hún geri sér grein fyrir að hún væri á lágum launum, en hefði aldrei dottið í hug að geta í besta falli keypt sér gluggalaust geymsluhúsnæði. Fyrstu vikurnar í starfi heyrði Agnes oft að starfið yrði auðveldara á næstu önn. „Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér.“ Samstarfsmenn hennar hafa gert líf hennar sem kennari auðveldara og hún segir þau öll vera glaðlynt fólk. Það sé kannski ástæða þess að fólk endist í kennarastarfinu, vinnustaðurinn. „Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í.“ Allt bendir nú til að framhaldsskólakennarar séu nú á leið í verkfall. Agnes segist gera sér grein fyrir því að kennarar séu ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Kennarastarfið borgi þó ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem lögð er í starfið. „Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi,“ skrifar Agnes.
Kennaraverkfall Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira