Cinnabon-ostakaka - UPPSKRIFT Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2014 09:30 Systurnar Tobba og Stína blogga um mat á síðunni Eldhússystur. Uppskriftin sem þær deila er að skemmtilegum eftirrétti sem sameinar tvenns konar gotterí – ostakökur og kanilsnúða. Cinnabon-ostakaka Botninn 150 g (¾ bolli) sykur 76 g (¼ bolli) mjúkt smjör 1 egg 125 ml (½ bolli) mjólk 1 msk. vanilludropar 256 g (2 bollar) hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt Deigið 450 g rjómaostur 130 g (5/8 bolli) sykur 1 msk. vanilludropar 1 msk. rifinn sítrónubörkur eða 1 msk. sítrónusafi 1 msk. hveiti 3 egg Kanilfylling 76 g (⅓ bolli) smjör 220 g (1 bolli) púðursykur 3 msk. kanill Glassúr 2 msk. rjómaostur 2 msk. smjör, mjúkt 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. vanilludropar 125 g (1 bolli) flórsykur mjólk ef þynna þarf kremið Leiðbeiningar Hitið ofninn í 175°C. Leggið bökunarpappír yfir botninn á smelluformi og smellið síðan forminu saman. Smyrjið hliðarnar á forminu með smjöri.Botninn Þeytið saman sykur, smjör og egg þar til blandan er ljós og létt. Hrærið mjólkina og vanilludropana saman við og leggið til hliðar. Sigtið saman hveitið, lyftiduftið og saltið. Hrærið hveitiblönduna saman við smjörblönduna, deigið á að vera vel þykkt. Setjið til hliðar.Deig Þeytið saman öll innihaldsefnin þar til deigið er létt og ljóst. Setjið til hliðar.Kanilfylling Bræðið smjörið, hrærið púðursykurinn og kanilinn saman við smjörið. Setjið til hliðar.Kakan sett saman Takið helminginn af botndeiginu og smyrjið því á botninn á smelluforminu. Því næst er rjómaostsdeiginu hellt í formið. Takið hinn helminginn af botndeiginu og dreifið „slettum“ af því yfir kökuna með matskeið. Takið kanilfyllinguna og dreifið henni einnig með „slettum“ yfir kökuna. Takið hníf og dreifið vel úr slettunum. Bakið í 45 mín., kakan brúnast lítillega. Eftir að hún er komin úr ofninum fellur hún svolítið. Látið kökuna kólna og takið hana úr forminu. Berið kökuna fram með glassúr.Glassúr Þeytið saman rjómaostinn og smjörið þar til það er létt og ljóst. Hrærið sítrónusafann og vanilludropana saman við, að lokum er flórsykri bætt út í og hrært. Ef glassúrinn er of þykkur er hægt að þynna hann með mjólk. Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Systurnar Tobba og Stína blogga um mat á síðunni Eldhússystur. Uppskriftin sem þær deila er að skemmtilegum eftirrétti sem sameinar tvenns konar gotterí – ostakökur og kanilsnúða. Cinnabon-ostakaka Botninn 150 g (¾ bolli) sykur 76 g (¼ bolli) mjúkt smjör 1 egg 125 ml (½ bolli) mjólk 1 msk. vanilludropar 256 g (2 bollar) hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt Deigið 450 g rjómaostur 130 g (5/8 bolli) sykur 1 msk. vanilludropar 1 msk. rifinn sítrónubörkur eða 1 msk. sítrónusafi 1 msk. hveiti 3 egg Kanilfylling 76 g (⅓ bolli) smjör 220 g (1 bolli) púðursykur 3 msk. kanill Glassúr 2 msk. rjómaostur 2 msk. smjör, mjúkt 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. vanilludropar 125 g (1 bolli) flórsykur mjólk ef þynna þarf kremið Leiðbeiningar Hitið ofninn í 175°C. Leggið bökunarpappír yfir botninn á smelluformi og smellið síðan forminu saman. Smyrjið hliðarnar á forminu með smjöri.Botninn Þeytið saman sykur, smjör og egg þar til blandan er ljós og létt. Hrærið mjólkina og vanilludropana saman við og leggið til hliðar. Sigtið saman hveitið, lyftiduftið og saltið. Hrærið hveitiblönduna saman við smjörblönduna, deigið á að vera vel þykkt. Setjið til hliðar.Deig Þeytið saman öll innihaldsefnin þar til deigið er létt og ljóst. Setjið til hliðar.Kanilfylling Bræðið smjörið, hrærið púðursykurinn og kanilinn saman við smjörið. Setjið til hliðar.Kakan sett saman Takið helminginn af botndeiginu og smyrjið því á botninn á smelluforminu. Því næst er rjómaostsdeiginu hellt í formið. Takið hinn helminginn af botndeiginu og dreifið „slettum“ af því yfir kökuna með matskeið. Takið kanilfyllinguna og dreifið henni einnig með „slettum“ yfir kökuna. Takið hníf og dreifið vel úr slettunum. Bakið í 45 mín., kakan brúnast lítillega. Eftir að hún er komin úr ofninum fellur hún svolítið. Látið kökuna kólna og takið hana úr forminu. Berið kökuna fram með glassúr.Glassúr Þeytið saman rjómaostinn og smjörið þar til það er létt og ljóst. Hrærið sítrónusafann og vanilludropana saman við, að lokum er flórsykri bætt út í og hrært. Ef glassúrinn er of þykkur er hægt að þynna hann með mjólk.
Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira