Erfiðar aðstæður á Cadillac meistarmótinu 8. mars 2014 11:15 Matt Kuchar er meðal efstu manna þegar að mótið er hálfnað Vísir/Getty Aðstæður til þess að spila golf voru ekki góðar á öðrum hring á Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Doral vellinum í Flórída en 70 bestu kylfingar heims eru skráðir í mótið. Mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir en eftir tvo daga á þessum gríðarlega erfiða golfvelli, sem er réttilega skýrður „Bláa skrímslið“, leiða Bandaríkjamennirnir fjórir mótið, Matt Kuchar, Hunter Mahan, Patrick Reed og Dustin Johnson en þeir eru allir á einu höggi undir pari. Stór nöfn frá Evrópu elta þó forystusauðina af krafti en Rory McIlroy, Graeme McDowell, Jamie Donaldson og Francesco Molinari eru allir á pari eftir 36 holur. Aðstæður á Doral voru virkilega erfiðar í dag enda mikill vindur á svæðinu en margir heimsklassa kylfingar hafa átt erfitt uppdráttar. Þar má nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er átta höggum yfir pari, Ernie Els er níu höggum yfir, Lee Westwood er tíu höggum yfir pari og fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson er 14 höggum yfir pari.Tiger Woods er sex höggum á eftir efstu mönnum á fimm yfir pari en með góðum hring á morgun gæti hann hæglega blandað sér í toppbaráttuna. Þriðji hringur á Cadillac meistaramótinu fer fram á morgun og hefst útsending á Golfstöðinni slaginu 18:00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðstæður til þess að spila golf voru ekki góðar á öðrum hring á Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Doral vellinum í Flórída en 70 bestu kylfingar heims eru skráðir í mótið. Mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir en eftir tvo daga á þessum gríðarlega erfiða golfvelli, sem er réttilega skýrður „Bláa skrímslið“, leiða Bandaríkjamennirnir fjórir mótið, Matt Kuchar, Hunter Mahan, Patrick Reed og Dustin Johnson en þeir eru allir á einu höggi undir pari. Stór nöfn frá Evrópu elta þó forystusauðina af krafti en Rory McIlroy, Graeme McDowell, Jamie Donaldson og Francesco Molinari eru allir á pari eftir 36 holur. Aðstæður á Doral voru virkilega erfiðar í dag enda mikill vindur á svæðinu en margir heimsklassa kylfingar hafa átt erfitt uppdráttar. Þar má nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er átta höggum yfir pari, Ernie Els er níu höggum yfir, Lee Westwood er tíu höggum yfir pari og fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson er 14 höggum yfir pari.Tiger Woods er sex höggum á eftir efstu mönnum á fimm yfir pari en með góðum hring á morgun gæti hann hæglega blandað sér í toppbaráttuna. Þriðji hringur á Cadillac meistaramótinu fer fram á morgun og hefst útsending á Golfstöðinni slaginu 18:00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira