Jason Day bar sigur úr býtum í Arizona 24. febrúar 2014 00:35 Day og Dubuisson takast í hendur eftir úrslitaleikinn Vísir/AP Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira