Frank Lampard, miðjumaður, Chelsea var ekki nógu sáttur með jafntefli á útivelli gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld.
"Það er hálfleikur. Ég myndi ekki segja að þetta væru frábær úrslit. Við erum svolítið vonsviknir þó svo þetta sé hörkulið," sagði Lampard eftir leik.
"Í þessu umhverfi mátti alltaf búast við því að liðið kæmi til baka. Það spila allir fótbolta til þess að fá að spila í svona umhverfi og látum. Ég verð að hrósa þeirra stuðningsmönnum.
"Við féllum aðeins til baka og gerðum nokkra hluti sem ollu mér vonbrigðum. Við vitum að það er mikil vinna eftir á heimavelli."
Lampard: Við erum vonsviknir

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn