Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Afturelding 35-22 | ÍR hélt kjúklingaveislu Elvar Geir Magnússon skrifar 28. febrúar 2014 19:15 Vísir/Valli Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina." Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira
Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina."
Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira