Nýr Honda Civic Type R Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 11:15 Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent
Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent