Nýr Honda Civic Type R Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 11:15 Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent
Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent