Nýr Honda Civic Type R Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 11:15 Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Einn af mest spennandi kraftaútgáfum hefðbundinni fjölskyldubíla síðustu ára er Honda Civic Type R. Ný kynslóð hans verður kynnt á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði, en sýningin hefst 4. mars. Eins og fyrri daginn er Honda Civic Type R enginn aumingi og skartar nú afli sem verður norðanmegin við 280 hestöflin með forþjöppuvél sem þó hefur aðeins sprengirými uppá 2,0 lítra. Bíllinn er eins og hefðbundinn Civic framhjóladrifinn og býðst með 6 gíra handskiptingu. Myndin sem hér sést af bílnum er aðeins teikning frá Honda, en þó er talið líklegt að bíllinn sé einmitt svona í útliti, eða afar líkur. Felgurnar eru svartar, afturvængurinn afar stór og fjögur pústurrörin mjög áberandi. Bíllinn fer í sölu á næsta ári og vonandi verður hann í boði hér á landi. Bíllinn hefur verið reyndur á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og myndskeiðið sem fylgir sýnir myndir frá þeim prufum.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent