Trúa á gæfuríkan getnað undir íslenskum norðurljósum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. febrúar 2014 19:14 Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala um þessa hjátrú. VÍSIR/VILHELM Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent