Breytingar sem gerðar hafa verið í Formúlunni munu ekki gera góða ökumenn óþarfa að mati Nico Hulkenberg, ökumanns Force India. Hann segir að ökumenn þurfi að læra margt nýtt.
Meðal annars þurfi menn að læra spara eldsneyti og læra á enn flóknara stýri en áður hefur þekkst. Eldsneyti verður takmarkað við 100 kg fyrir hverja keppni.
Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel telur að ökumenn þurfi að læra alveg nýja aksturstækni. Vettel segir að því betra sem samstarf ökumanns við verkfræðinga og hönnuði liða er þeim mun auðveldara verður að aðlagast.
Liðsstjóri Toro Rosso, Franz Tost, segir klárari ökumenn hafa forskot. Hann telur þá aðlagast hraðar. Þetta verður erfitt ár að mati Tost.
Það verður minna niðurtog og meiri kraftur þökk sé rafkerfum og túrbínum í vélum bílanna. Sem þýðir meira hliðarskrið gegnum beygjur. Forvitnilegt verður að sjá hverjum tekst að aðlagast best að breytingunum.
Stýrið í Formúlunni flóknara en áður
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

