Guardiola ber mikla virðingu fyrir Wenger Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2014 11:30 Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München. Vísir/Getty Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München, mætir með lærisveina sína á Emirates-leikvanginn í kvöld þar sem Arsenal og Bayern mætast í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þetta er uppgjör milli tveggja af virtustu þjálfurum fótboltaheimsins en ólíkt Wenger þá hefur Pep Guardiola verið duglegur að safna titlinum á undanförnum árum. Guardiola vann þrettán titla þrettán titla á fjórum tímabilum með þjálfari Barcelona og hefur þegar unnið tvo titla á fyrsta ári sínu með Bayern München. Að hans mati snýst þetta þó ekki bara um að vinna titla. „Stundum vinnur þú og stundum tapar þú. Arsenal er að keppa við stórlið eins og Chelsea, Manchester United og Manchester City. Arsenal er samt alltaf með gott lið og þetta er góður klúbbur," sagði Pep Guardiola. „Ég ber mikla virðingu fyrir kollega mínum Arsene. Hann er alltaf með góða fótboltamenn sem spila flottan fótbolta," sagði Pep Guardiola sem er sammála því að Bayern sé sigurstranglegra liðið í leikjunum. „Ef við látum þá hafa boltann þá verður þetta erfitt. Við verðum því að komast í boltann. Ég hef lært það að þú getur aldrei haft yfirhöndina á móti Arsenal í 90 mínútur. Arsenal er líka ekki nýtt lið í þessari keppni og ég er viss um að þeir spila til sigurs en ekki til að gera 0-0 jafntefli," sagði Guardiola og hann er ekki að hlaupast undan pressunni. „Ég veit að við erum sigurstranglegra liðið. Við verðum að vinna með þessa pressu, mæta tilbúnir í hvern leik og sætta okkur við það," sagði Guardiola. Leikur Arsenal og Bayern München hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Klukkan 19.10 hefst upphitun Hjartar Hjartarsonar fyrir leiki kvöldsins en þá mætast einnig AC Milan og Atlético Madrid. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München, mætir með lærisveina sína á Emirates-leikvanginn í kvöld þar sem Arsenal og Bayern mætast í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þetta er uppgjör milli tveggja af virtustu þjálfurum fótboltaheimsins en ólíkt Wenger þá hefur Pep Guardiola verið duglegur að safna titlinum á undanförnum árum. Guardiola vann þrettán titla þrettán titla á fjórum tímabilum með þjálfari Barcelona og hefur þegar unnið tvo titla á fyrsta ári sínu með Bayern München. Að hans mati snýst þetta þó ekki bara um að vinna titla. „Stundum vinnur þú og stundum tapar þú. Arsenal er að keppa við stórlið eins og Chelsea, Manchester United og Manchester City. Arsenal er samt alltaf með gott lið og þetta er góður klúbbur," sagði Pep Guardiola. „Ég ber mikla virðingu fyrir kollega mínum Arsene. Hann er alltaf með góða fótboltamenn sem spila flottan fótbolta," sagði Pep Guardiola sem er sammála því að Bayern sé sigurstranglegra liðið í leikjunum. „Ef við látum þá hafa boltann þá verður þetta erfitt. Við verðum því að komast í boltann. Ég hef lært það að þú getur aldrei haft yfirhöndina á móti Arsenal í 90 mínútur. Arsenal er líka ekki nýtt lið í þessari keppni og ég er viss um að þeir spila til sigurs en ekki til að gera 0-0 jafntefli," sagði Guardiola og hann er ekki að hlaupast undan pressunni. „Ég veit að við erum sigurstranglegra liðið. Við verðum að vinna með þessa pressu, mæta tilbúnir í hvern leik og sætta okkur við það," sagði Guardiola. Leikur Arsenal og Bayern München hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Klukkan 19.10 hefst upphitun Hjartar Hjartarsonar fyrir leiki kvöldsins en þá mætast einnig AC Milan og Atlético Madrid.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira