Stadler fær að spila á Masters með föður sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2014 10:19 Vísir/Getty Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira