Janet Yellen verður fyrsta konan sem sinnir stöðu seðlabankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna, eða Federal Reserve, í hundrað ára sögu stofnunarinnar. Hún sór eið embættisins í dag og mun taka við af Ben Bernanke.
Öldungaþing Bandaríkjanna samþykkti ráðningu Yellen í síðasta mánuði og með henni við athöfnina var eiginmaður hennar George Akerloff. Hann hefur unnið Nóbelsverðlaun fyrir hagfræði.
