Svalur Sochi Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 09:24 Hann minnir óneitanlega á breytta íslenska jeppa. Autoblog Volkswagen fyrirtækið útvegar stóran bílaflota til handa starfsfólki vetrarólympíleikanna í Sochi í Rússlandi. Eru bílarnir 3.000 talsins og af gerðunum Volkswagen, Audi og Skoda. Einn þeirra sést hér, Volkswagen Amarok sem breytt hefur verið hressilega vegna ímyndarsköpunar þessa ólympíuverkefnis. Ástæða breytinganna á bílnum er sú að hann átti að vera fær um að aka með 9 farþega frá Moskvu til Kamchatka skagans, 16.000 kílómetra leið um miklar vegleysur. Það tókst honum og fékk um leið viðurkenningu frá heimsmetabók Guinness fyrir lengstu vegleysuferð yfir eitt einstakt land. Það tók leiðangurinn 66 daga að komast á leiðarenda og var mest ekið á snjó. Þessi bíll, eins og sést á myndinni, er talsvert breyttur og hefur fengið stærri og grófari dekk, slaglengri fjöðrun, veltigrind, fullkomið leiðsögukerfi og að sjálfsögðu þurfti að taka mikið af brettunum til að koma risastórum dekkjunum fyrir. Lítið var átt við 2,0 lítra dísilvélina, enda var markmið leiðangursins ekki að fara sem hraðast yfir heldur á sem ábyggilegastan hátt og án bilana. Þr´rir VW Amarok á leið yfir Rússland.Jalopnik Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent
Volkswagen fyrirtækið útvegar stóran bílaflota til handa starfsfólki vetrarólympíleikanna í Sochi í Rússlandi. Eru bílarnir 3.000 talsins og af gerðunum Volkswagen, Audi og Skoda. Einn þeirra sést hér, Volkswagen Amarok sem breytt hefur verið hressilega vegna ímyndarsköpunar þessa ólympíuverkefnis. Ástæða breytinganna á bílnum er sú að hann átti að vera fær um að aka með 9 farþega frá Moskvu til Kamchatka skagans, 16.000 kílómetra leið um miklar vegleysur. Það tókst honum og fékk um leið viðurkenningu frá heimsmetabók Guinness fyrir lengstu vegleysuferð yfir eitt einstakt land. Það tók leiðangurinn 66 daga að komast á leiðarenda og var mest ekið á snjó. Þessi bíll, eins og sést á myndinni, er talsvert breyttur og hefur fengið stærri og grófari dekk, slaglengri fjöðrun, veltigrind, fullkomið leiðsögukerfi og að sjálfsögðu þurfti að taka mikið af brettunum til að koma risastórum dekkjunum fyrir. Lítið var átt við 2,0 lítra dísilvélina, enda var markmið leiðangursins ekki að fara sem hraðast yfir heldur á sem ábyggilegastan hátt og án bilana. Þr´rir VW Amarok á leið yfir Rússland.Jalopnik
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent