Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 18-22 | ÍBV heldur öðru sætinu Kristinn Páll Teitsson í Safamýri skrifar 6. febrúar 2014 17:05 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. Eyjamenn gerðu sér góða ferð til Reykjavíkur í 22-18 sigri á Fram í kvöld. Eyjamenn náðu forskotinu strax á þriðju mínútu og slepptu forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Liðin voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar fyrir leiki kvöldsins þrátt fyrir að ÍBV ætti leik til góða. Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðanna sannfærandi 30-25 á heimavelli. Liðin áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn í fyrri hálfleik og töpuðu liðin alls 20 boltum í fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu undirtökunum á um miðbik fyrri hálfleiks með þéttum varnarleik en Framarar voru aldrei langt undan og minnkuðu muninn niður í tvö mörk rétt fyrir lok hálfleiksins. Framarar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiks en þá settu gestirnir aftur í gír og náðu sex marka forystu í stöðunni 20-14. Heimamenn náðu að laga örlítið stöðuna á lokamínútum leiksins en náðu aldrei að ógna öruggu forskoti og lauk leiknum því með öruggum sigri ÍBV. Með sigrinum varð ÍBV fyrst liða til að leggja Fram að velli í Safamýrinni. Guðlaugur: Vantaði herslumuninn í sóknarleiknum„Það er grautfúlt að tapa, við vorum í miklum vandræðum sóknarlega allan leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Við töpum leiknum þar, við erum með átján tapaða bolta í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar liðið tapar átján boltum. Við fáum bara á okkur 22 mörk sem segir að vörnin og markvarslan var fín í dag,“ Framarar lentu í miklum vandræðum strax í upphafi í sóknarleiknum og komu langir kaflar þar sem liðinu tókst illa að skapa sér færi. „Þetta er einfaldlega of mikið af mistökum í sóknarleiknum. Þegar við náðum loks að skapa okkur færin þá vantaði þetta auka til að klára færin. Stefán, Garðar og Siffi héldu uppi sóknarleiknum okkar í dag á meðan aðrir voru sofandi,“ Framarar klúðruðu fjórum vítum í leiknum ásamt því að klúðra tveimur hraðaupphlaupstilraunum. „Það telur strax, það eru sex mörk sem við áttum að fá þar. Í keppnisleik líkt og þessum þar sem jöfn lið berjast þarftu að klára öll svona færi.“ Guðlaugur sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Varnarleikurinn var fínn rétt eins og markvarslan. Ég er með þrjá góða markmenn sem styðja vel við bakið á hvor öðrum líkt og góðir markmenn gera. Svavar kom inná í kvöld svaraði kallinu með því að spila vel,“ sagði Guðlaugur. Gunnar: Draumi líkast„Þetta eru frábær tvö stig, Framarar voru ósigraðir á heimavelli og það var virkilega vel gert hjá strákunum að koma og klára þetta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Spennustigið var hátt í fyrri hálfleik, við vorum að taka margar skrýtnar ákvarðanir og gerðum mörg mistök. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik en við reyndum að núllstilla okkur í hálfleiknum,“ Eftir að heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark í seinni hálfleik gáfu Eyjamenn aftur í og byggðu hægt og rólega upp öruggt forskot. „Vörnin var frábær í dag og markvarslan flott þar fyrir aftan, það eina sem ég gæti sett út á það er að það vantaði fleiri hraðaupphlaup. Engu að síður lagði varnarleikurinn grunninn að sigrinum hérna í kvöld.“ „Þegar við fengum Henrik Eidsvag frá Noregi þá ætluðum við að fá meiri breidd í markvörsluna og það gekk vel í dag. Hann kom vel inn í þetta og auðvitað frábært að markverðirnir okkar vörðu þrjú víti í leiknum. Markverðirnir okkar hafa verið að standa sig vel síðan Henrik kom og svo eigum við auðvitað Hauk inni,“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í Olís-deildinni eru Eyjamenn í öðru sæti Olís-deildarinnar. „Þetta er draumi líkast og þetta er bara byrjunin. Okkur dreymdi ekki einusinni um svona gott gengi í upphafi móts. Núna verður bara að halda áfram,“ Höfuðmeiðsli Magnúsar Stefánssonar settu ljótan svip á annars góðan sigur Eyjamanna. „Hann vankaðist eitthvað, vonandi er þetta ekkert alvarlegt en þetta gæti verið heilahristingur. Hann fékk gat á hausinn og verður væntanlega ekkert með næstu vikurnar. Það verður missir af honum en við vonum að hann nái heilsu sem fyrst,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Eyjamenn gerðu sér góða ferð til Reykjavíkur í 22-18 sigri á Fram í kvöld. Eyjamenn náðu forskotinu strax á þriðju mínútu og slepptu forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Liðin voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar fyrir leiki kvöldsins þrátt fyrir að ÍBV ætti leik til góða. Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðanna sannfærandi 30-25 á heimavelli. Liðin áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn í fyrri hálfleik og töpuðu liðin alls 20 boltum í fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu undirtökunum á um miðbik fyrri hálfleiks með þéttum varnarleik en Framarar voru aldrei langt undan og minnkuðu muninn niður í tvö mörk rétt fyrir lok hálfleiksins. Framarar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiks en þá settu gestirnir aftur í gír og náðu sex marka forystu í stöðunni 20-14. Heimamenn náðu að laga örlítið stöðuna á lokamínútum leiksins en náðu aldrei að ógna öruggu forskoti og lauk leiknum því með öruggum sigri ÍBV. Með sigrinum varð ÍBV fyrst liða til að leggja Fram að velli í Safamýrinni. Guðlaugur: Vantaði herslumuninn í sóknarleiknum„Það er grautfúlt að tapa, við vorum í miklum vandræðum sóknarlega allan leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Við töpum leiknum þar, við erum með átján tapaða bolta í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar liðið tapar átján boltum. Við fáum bara á okkur 22 mörk sem segir að vörnin og markvarslan var fín í dag,“ Framarar lentu í miklum vandræðum strax í upphafi í sóknarleiknum og komu langir kaflar þar sem liðinu tókst illa að skapa sér færi. „Þetta er einfaldlega of mikið af mistökum í sóknarleiknum. Þegar við náðum loks að skapa okkur færin þá vantaði þetta auka til að klára færin. Stefán, Garðar og Siffi héldu uppi sóknarleiknum okkar í dag á meðan aðrir voru sofandi,“ Framarar klúðruðu fjórum vítum í leiknum ásamt því að klúðra tveimur hraðaupphlaupstilraunum. „Það telur strax, það eru sex mörk sem við áttum að fá þar. Í keppnisleik líkt og þessum þar sem jöfn lið berjast þarftu að klára öll svona færi.“ Guðlaugur sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Varnarleikurinn var fínn rétt eins og markvarslan. Ég er með þrjá góða markmenn sem styðja vel við bakið á hvor öðrum líkt og góðir markmenn gera. Svavar kom inná í kvöld svaraði kallinu með því að spila vel,“ sagði Guðlaugur. Gunnar: Draumi líkast„Þetta eru frábær tvö stig, Framarar voru ósigraðir á heimavelli og það var virkilega vel gert hjá strákunum að koma og klára þetta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Spennustigið var hátt í fyrri hálfleik, við vorum að taka margar skrýtnar ákvarðanir og gerðum mörg mistök. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik en við reyndum að núllstilla okkur í hálfleiknum,“ Eftir að heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark í seinni hálfleik gáfu Eyjamenn aftur í og byggðu hægt og rólega upp öruggt forskot. „Vörnin var frábær í dag og markvarslan flott þar fyrir aftan, það eina sem ég gæti sett út á það er að það vantaði fleiri hraðaupphlaup. Engu að síður lagði varnarleikurinn grunninn að sigrinum hérna í kvöld.“ „Þegar við fengum Henrik Eidsvag frá Noregi þá ætluðum við að fá meiri breidd í markvörsluna og það gekk vel í dag. Hann kom vel inn í þetta og auðvitað frábært að markverðirnir okkar vörðu þrjú víti í leiknum. Markverðirnir okkar hafa verið að standa sig vel síðan Henrik kom og svo eigum við auðvitað Hauk inni,“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í Olís-deildinni eru Eyjamenn í öðru sæti Olís-deildarinnar. „Þetta er draumi líkast og þetta er bara byrjunin. Okkur dreymdi ekki einusinni um svona gott gengi í upphafi móts. Núna verður bara að halda áfram,“ Höfuðmeiðsli Magnúsar Stefánssonar settu ljótan svip á annars góðan sigur Eyjamanna. „Hann vankaðist eitthvað, vonandi er þetta ekkert alvarlegt en þetta gæti verið heilahristingur. Hann fékk gat á hausinn og verður væntanlega ekkert með næstu vikurnar. Það verður missir af honum en við vonum að hann nái heilsu sem fyrst,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira