Hinn 83 ára gamli Bernie Ecclestone spáir því að Mercedes vinni heimsmeistaratitil bílasmiða á komandi tímabili. Þá telur hann líklegt að annar ökumanna liðsins verði heimsmeistari ökuþóra og veðjar frekar á Nico Rosberg.
Faðir Nico Rosberg, Keke Rosberg varð heimsmeistari 1982 fyrir Williams liðið. Liðsfélagi Rosberg, Lewis Hamilton, varð heimsmeistari ökuþóra 2008 með liði McLaren.
Ecclestone vonast til að Force India-liðið ná að vinna keppni á tímabilinu. Hann telur að sem lið með Mercedes vél hafi það góða möguleika á tímabilinu. Besti árangur liðsins til þessa er 2. sæti í belgíska kappakstrinum 2009. En í fyrra náði ökumaður liðsins hæst í 4. sæti í Bahrein. Force India hafnaði í 6. sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða bæði 2011 og 2013 sem er besti árangur liðsins.
Spá Bernie Ecclestone byggir á fyrstu æfingum fyrir tímabilið sem fóru fram í Jerez í síðustu viku. Hann setur þann fyrirvara að margt geti breyst þangað til að kemur að fyrstu keppni. Formið sem Mercedes hafi sýnt svo snemma hafi þó hrifið hann.
Ecclestone trúir á Mercedes-vélina
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

