Hinn 83 ára gamli Bernie Ecclestone spáir því að Mercedes vinni heimsmeistaratitil bílasmiða á komandi tímabili. Þá telur hann líklegt að annar ökumanna liðsins verði heimsmeistari ökuþóra og veðjar frekar á Nico Rosberg.
Faðir Nico Rosberg, Keke Rosberg varð heimsmeistari 1982 fyrir Williams liðið. Liðsfélagi Rosberg, Lewis Hamilton, varð heimsmeistari ökuþóra 2008 með liði McLaren.
Ecclestone vonast til að Force India-liðið ná að vinna keppni á tímabilinu. Hann telur að sem lið með Mercedes vél hafi það góða möguleika á tímabilinu. Besti árangur liðsins til þessa er 2. sæti í belgíska kappakstrinum 2009. En í fyrra náði ökumaður liðsins hæst í 4. sæti í Bahrein. Force India hafnaði í 6. sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða bæði 2011 og 2013 sem er besti árangur liðsins.
Spá Bernie Ecclestone byggir á fyrstu æfingum fyrir tímabilið sem fóru fram í Jerez í síðustu viku. Hann setur þann fyrirvara að margt geti breyst þangað til að kemur að fyrstu keppni. Formið sem Mercedes hafi sýnt svo snemma hafi þó hrifið hann.
Ecclestone trúir á Mercedes-vélina
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn