Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í morgun á Evrópumeistarmóti 21 árs og yngri í karate en féll úr leik í annarri umferð í keppni í kata.
Svana sat hjá í fyrstu umferð en tapaði svo fyrir Marie Hervas frá Frakklandi, sem tapaði svo sjálf í næstu umferð. Svana fékk því ekki möguleika á uppreisn.
Mótið fer fram í Portúgal en á sunnudag keppir Kristján Helgi Carrasco í kumite í -78 kg flokki. Andstæðingur hans í fyrstu umferð verður Rússinn Denis Denisenko.
Svana Katla úr leik á EM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





