Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sleppur ekki við þriggja leikja bann sem hann var úrskurðaður í eftir brottrekstur í leik liðsins gegn Bilbao á sunnudaginn.
Ronaldo áfrýjaði úrskurðinum og var væntanlega nokkuð bjartsýnn eftir að dómari leiksins var sendur í mánaðarlangt bann fyrr í dag.
En aga- og úrskurðarnefnd spænska knattspyrnusambandsins hafnaði áfrýjunni og verður Ronaldo því í banni í næstu þremur leikjum.
Hann missir af leikjum liðsins gegn Villareal, Getafe og Elche.
