Frænka Tiger Woods vann ástralska meistaramótið Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. febrúar 2014 20:15 vísir/getty Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira