Óskarstilnefning dregin til baka Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 15:18 Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum. Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan. Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan.
Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið