Suður Afríkumaðurinn George Coetzee hefur forystu á Katar-mótinu í golfi. Hann lék á 8 höggum undir pari í morgun.
Landi hans Dawie van der Walt og Englendingurinn Steve Webster koma næstir, höggi á eftir. Gamla kempan, Ernie Els, lauk leik í morgun þegar hann fékk örn á átjándu holunni.
Hann lék á 5 undir pari og er þremur höggum frá fyrsta sætinu.
Bein útsending verður frá Katar á golfstöðinni á laugardags- og sunnudagsmorgun.
Suður afrískir kylfingar í stuði í Katar
Arnar Björnsson skrifar
Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


