Ferrari kynnti nýja bílinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 22:15 Alonso og Raikkonen við nýja bílinn. Mynd/Ferrari Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira