Miðherjinn Almar Stefán Guðbrandsson spilar ekki fleiri leiki með karlaliði Keflavíkur í körfubolta á leiktíðinni.
Almar staðfestir í samtali við Karfan.is að hann sé hættur hjá liðinu. Það komi til þar sem honum og þjálfaranum Andy Johnston komi ekki nógu vel saman. Því sé komið að leiðarlokum.
Almar hefur leikið rúmlega sex mínútur að meðaltali í leik með Keflavík í deidlinni. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða sín mál hvað varðaði að spila með öðru liði á leiktíðinni.
Almar ósáttur og hættur hjá Keflavík
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn



Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn


ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn