Tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2014 11:52 Scott Stallings með sigurlaunin sín. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings bar sigur úr býtum á Farmers Insurance-mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina en það fór fram á Torrey Pines-vellinum í San Diego. Stallings var þremur höggum á eftir fremsta manni fyrir síðasta keppnisdaginn en spilaði á 68 höggum í gær sem dugði til sigurs. Lokahringurinn var æsispennandi og alls tíu kylfingar skiptust á að vera í forystu á meðan keppninni stóð. Stallings reyndist sterkastur á lokasprettinum og tryggði sér sigur með því að fá fugl á átjándu holu.Tiger Woods blandaði sér ekki í þessa baráttu enda komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn, er hann spilaði á 79 höggum. Þá þurfti Phil Mickelson að draga sig úr keppni vegna bakmeiðsla. Woods var ríkjandi meistari á þessu móti en hann hefur unnið það alls átta sinnum á ferlinum - fyrst árið 1999. Post by Golfstöðin. Golf Tengdar fréttir Tiger átta höggum á eftir forystusauðnum Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink var í banastuði á fyrsta degi Farmers Insurance mótsins í golfi á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu í gær. 24. janúar 2014 08:30 Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. 26. janúar 2014 22:37 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings bar sigur úr býtum á Farmers Insurance-mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina en það fór fram á Torrey Pines-vellinum í San Diego. Stallings var þremur höggum á eftir fremsta manni fyrir síðasta keppnisdaginn en spilaði á 68 höggum í gær sem dugði til sigurs. Lokahringurinn var æsispennandi og alls tíu kylfingar skiptust á að vera í forystu á meðan keppninni stóð. Stallings reyndist sterkastur á lokasprettinum og tryggði sér sigur með því að fá fugl á átjándu holu.Tiger Woods blandaði sér ekki í þessa baráttu enda komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn, er hann spilaði á 79 höggum. Þá þurfti Phil Mickelson að draga sig úr keppni vegna bakmeiðsla. Woods var ríkjandi meistari á þessu móti en hann hefur unnið það alls átta sinnum á ferlinum - fyrst árið 1999. Post by Golfstöðin.
Golf Tengdar fréttir Tiger átta höggum á eftir forystusauðnum Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink var í banastuði á fyrsta degi Farmers Insurance mótsins í golfi á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu í gær. 24. janúar 2014 08:30 Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. 26. janúar 2014 22:37 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger átta höggum á eftir forystusauðnum Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink var í banastuði á fyrsta degi Farmers Insurance mótsins í golfi á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu í gær. 24. janúar 2014 08:30
Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. 26. janúar 2014 22:37