Vettel vonast enn eftir Schumacher-kraftaverki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2014 23:30 Sebastian Vettel. Vísir/NordicPhotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel var spurður út í skíðaslys landa síns Michael Schumacher á blaðamannafundi á Spáni í dag en heimsmeistarinn var þá að prufukeyra nýja Red Bull bílinn. „Ég var í sjokki yfir þessu eins og allir aðrir. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann er búinn að vera fyrirmyndin mín alla tíð. Ég kynntist honum enn betur þegar hann kom til baka og við töluðumst við reglulega," sagði Sebastian Vettel. Michael Schumacher er enn í dái og ástand hans er sagt vera stöðugt. Hann fékk mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í Frakklandi í lok síðasta árs. „Við vitum ekki enn í hvernig ástandi hann verður þegar hann vaknar sem er skelfilegt fyrir vini hans og ættingja. Ég er enn í sjokki yfir þessu en vonandi upplifum við kraftaverk og hann verður áfram sami maður og áður," sagði Sebastian Vettel. Sebastian Vettel viðurkenndi ennfremur að hann hafi ekki heimsótt Michael Schumacher á spítalann í Grenoble en að hugur hans sé hjá Schumi og fjölskyldu hans. Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel var spurður út í skíðaslys landa síns Michael Schumacher á blaðamannafundi á Spáni í dag en heimsmeistarinn var þá að prufukeyra nýja Red Bull bílinn. „Ég var í sjokki yfir þessu eins og allir aðrir. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann er búinn að vera fyrirmyndin mín alla tíð. Ég kynntist honum enn betur þegar hann kom til baka og við töluðumst við reglulega," sagði Sebastian Vettel. Michael Schumacher er enn í dái og ástand hans er sagt vera stöðugt. Hann fékk mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í Frakklandi í lok síðasta árs. „Við vitum ekki enn í hvernig ástandi hann verður þegar hann vaknar sem er skelfilegt fyrir vini hans og ættingja. Ég er enn í sjokki yfir þessu en vonandi upplifum við kraftaverk og hann verður áfram sami maður og áður," sagði Sebastian Vettel. Sebastian Vettel viðurkenndi ennfremur að hann hafi ekki heimsótt Michael Schumacher á spítalann í Grenoble en að hugur hans sé hjá Schumi og fjölskyldu hans. Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel og Michael Schumacher.Vísir/NordicPhotos/Getty
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira