Vettel í vandræðum með nýja Red Bull bílinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 22:27 Sebastian Vettel var ekki ánægður. Vísir/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, er í vandræðum með nýja Red Bull bílinn en hann hefur síðustu tvo daga á Spáni að prufukeyra bílinn. Ef marka má þessa tvo fyrstu daga þá er allt aðra sögu að segja af þessum bíl en þeim sem skilaði Red Bull mönnum yfirburðarsigri í fyrra. Sebastian Vettel tókst aðeins að klára ellefu hringi á nýja Red Bull bílinn á þessum tveimur dögum og Þjóðverjinn er nú floginn heim til Sviss á meðan að liðsfélagi hans Daniel Ricciardo er tekinn við prufuakstrinum. Vettel hætti snemma í dag eftir að hafa lent í vandræðum með rafkerfið í bílnum en nýja Renault-vélin er ekki að koma nógu vel út. Það voru einnig vandræði með bílinn á fyrsta deginum í gær þegar Vettel náði aðeins að klára þrjá hringi. Sebastian Vettel var í allt annarri stöðu með Red Bull bílinn fyrir ári síðan en hann var þá búinn að klára 174 hringi á sama tíma. Það náðu allir ökumenn betri tíma en Vettel í dag og var hann sem dæmi fjórtán sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren-Mercedes.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira