Menguð efni leka úr úrgangi varnarliðsins Svavar Hávarðsson skrifar 10. janúar 2014 08:53 Síðustu varnarliðsmennirnir yfirgáfu landið á haustdögum 2006. Mikil mengun hlaust af veru þeirra hér. Mynd/Vilhelm Þungmálmar og önnur mengandi efni berast enn frá gömlum urðunarstöðum á Miðnesheiði og menga grunnvatn á stóru svæði. Svæðið fellur í hættuflokk í nýrri greiningu Umhverfisstofnunar vegna þessa.Lengi vitað Allt frá árinu 1985 hefur verið kunnugt um grunnvatnsmengun á Miðnesheiði (Rosmhvalanesi), en á þessum slóðum er berggrunnur úr grágrýti sem gleypir auðveldlega í sig vatn og aðra vökva. Hins vegar sýna rannsóknir og eftirlit að enn vætla mengandi efni úr því sem þar var urðað um áratuga skeið. Þetta kemur fram í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands, sem Umhverfisstofnun birti í gær. Þar er meðal annars fjallað um tvö svæði; gömlu urðunarstaðina á Stafnesi, sunnan Sandgerðis, og við Smiðjutröð við Ásbrú en þar sýna efnamælingar að ýmsir þungmálmar og önnur mengandi efni frá þeim menga grunnvatn. Þessir staðir eru í dag sérstaklega vaktaðir af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja (HES).Ásmundur E. Þorkelsson, sérfræðingur hjá HES, viðurkennir að spurningar vakni um neysluvatnið á svæðinu en segir aðspurður að grunnvatnsmengunin hafi ekkert með neysluvatnið á Reykjanesi að gera. „Allar okkar sýnatökur sanna að það er í glimrandi lagi,“ segir Ásmundur og bætir við að vegna mengunar á Miðnesheiði voru vatnsból Reykjanesbæjar flutt, og þjóna í dag sveitarfélögunum á svæðinu.Olía og afísing Í skýrslunni kemur fram að á sama tíma og vatnsbólið var flutt var olía hreinsuð úr grunnvatni, jarðvegur fjarlægður og skipt um afísingarefni á flugvellinum. Vorið 1990 sýndu mælingar talsverða nítratmengun í borholum við flugbrautina en sú mengun er rakin til afísingarefnisins. Hækkun á nítrati fannst í grunnvatni á öllu sunnanverðu Rosmhvalanesi, en þó ekki í Sandgerði eða í Garðinum.Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að grunnvatnshlotið [sjá skilgreiningu á vatnshloti hér að neðan] Rosmhvalanes hafi nokkra sérstöðu. Þar sé grunnvatn flokkað í hættu. „Hvað varðar Miðnesheiðina, sem og Rosmhvalanes, eru helstu mengunaruppsprettur mengaður úrgangur sem urðaður var áður en reglur voru hertar. Það eru gamlir urðunarstaðir sem við höfum mestar áhyggjur af í dag, vegna þeirra efna sem losna smátt og smátt úr þeim í grunnvatnið.“ Jóhanna segir að hreinsun hafi farið fram víða á svæðinu, en þó lítil á urðunarstöðum á Stafnesi og við Smiðjutröð svo vitað sé. „Þarna vitum við að efnaástand grunnvatnsins er ekki nógu gott og með því verður að fylgjast áfram. Jafnvel er mögulegt að fara þurfi í hreinsunaraðgerðir, en það vitum við ekki að svo stöddu. Um það snýst aðgerðaáætlunin sem verður unnin í framhaldinu í tengslum við stjórn vatnamála, að finna leiðir til að bæta ástand svæða eins og þarna.“Urðurnarstaðir - gamlir syndaselir Á Stafnesi var frá 9. áratugnum fram til 2005 urðuð aska úr brennsluofni gömlu sorpeyðingarstöðvarinnar við Hafnarveg, asbest og ýmis óbrennanlegur úrgangur frá herstöðinni, verktökum og sveitarfélögum. Mælingar í grunnvatni neðan við urðunarstaðinn árin 2001, 2003 og nú síðast árið 2009 sýna meðal annars. styrk króms, kopars, mangans og nikkels yfir neysluvatnsmörkum, svo eitthvað sé nefnt. Árið 2009 var greint í mælingu að díoxín berst einnig frá urðunarstaðnum, en aðeins í litlum mæli. Gamli urðunarstaður varnarliðsins við Ásbrú var notaður fyrir sorp frá herstöðinni og verktökum frá seinni heimsstyrjöld til ársins 1983. Mælingar árin 2007 og 2009 sýndu að grunnvatnsmengun hafði minnkað á svæðinu og virðist því vera að brotna niður og þynnast út. Engu að síður er í skýrslunni sleginn sá varnagli að ýmsir þungmálmar og forgangsefni gætu leynst í úrgangi sem þar var urðaður og getur smám saman losnað úr læðingi og komist í grunnvatn.[Vatnshlot: Ákveðin afmörkuð og samfelld heild af vatni, í föstu eða fljótandi formi, t.d. í einu stöðuvatni, á eða læk, árósi o.s.frv.] Fréttaskýringar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þungmálmar og önnur mengandi efni berast enn frá gömlum urðunarstöðum á Miðnesheiði og menga grunnvatn á stóru svæði. Svæðið fellur í hættuflokk í nýrri greiningu Umhverfisstofnunar vegna þessa.Lengi vitað Allt frá árinu 1985 hefur verið kunnugt um grunnvatnsmengun á Miðnesheiði (Rosmhvalanesi), en á þessum slóðum er berggrunnur úr grágrýti sem gleypir auðveldlega í sig vatn og aðra vökva. Hins vegar sýna rannsóknir og eftirlit að enn vætla mengandi efni úr því sem þar var urðað um áratuga skeið. Þetta kemur fram í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands, sem Umhverfisstofnun birti í gær. Þar er meðal annars fjallað um tvö svæði; gömlu urðunarstaðina á Stafnesi, sunnan Sandgerðis, og við Smiðjutröð við Ásbrú en þar sýna efnamælingar að ýmsir þungmálmar og önnur mengandi efni frá þeim menga grunnvatn. Þessir staðir eru í dag sérstaklega vaktaðir af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja (HES).Ásmundur E. Þorkelsson, sérfræðingur hjá HES, viðurkennir að spurningar vakni um neysluvatnið á svæðinu en segir aðspurður að grunnvatnsmengunin hafi ekkert með neysluvatnið á Reykjanesi að gera. „Allar okkar sýnatökur sanna að það er í glimrandi lagi,“ segir Ásmundur og bætir við að vegna mengunar á Miðnesheiði voru vatnsból Reykjanesbæjar flutt, og þjóna í dag sveitarfélögunum á svæðinu.Olía og afísing Í skýrslunni kemur fram að á sama tíma og vatnsbólið var flutt var olía hreinsuð úr grunnvatni, jarðvegur fjarlægður og skipt um afísingarefni á flugvellinum. Vorið 1990 sýndu mælingar talsverða nítratmengun í borholum við flugbrautina en sú mengun er rakin til afísingarefnisins. Hækkun á nítrati fannst í grunnvatni á öllu sunnanverðu Rosmhvalanesi, en þó ekki í Sandgerði eða í Garðinum.Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að grunnvatnshlotið [sjá skilgreiningu á vatnshloti hér að neðan] Rosmhvalanes hafi nokkra sérstöðu. Þar sé grunnvatn flokkað í hættu. „Hvað varðar Miðnesheiðina, sem og Rosmhvalanes, eru helstu mengunaruppsprettur mengaður úrgangur sem urðaður var áður en reglur voru hertar. Það eru gamlir urðunarstaðir sem við höfum mestar áhyggjur af í dag, vegna þeirra efna sem losna smátt og smátt úr þeim í grunnvatnið.“ Jóhanna segir að hreinsun hafi farið fram víða á svæðinu, en þó lítil á urðunarstöðum á Stafnesi og við Smiðjutröð svo vitað sé. „Þarna vitum við að efnaástand grunnvatnsins er ekki nógu gott og með því verður að fylgjast áfram. Jafnvel er mögulegt að fara þurfi í hreinsunaraðgerðir, en það vitum við ekki að svo stöddu. Um það snýst aðgerðaáætlunin sem verður unnin í framhaldinu í tengslum við stjórn vatnamála, að finna leiðir til að bæta ástand svæða eins og þarna.“Urðurnarstaðir - gamlir syndaselir Á Stafnesi var frá 9. áratugnum fram til 2005 urðuð aska úr brennsluofni gömlu sorpeyðingarstöðvarinnar við Hafnarveg, asbest og ýmis óbrennanlegur úrgangur frá herstöðinni, verktökum og sveitarfélögum. Mælingar í grunnvatni neðan við urðunarstaðinn árin 2001, 2003 og nú síðast árið 2009 sýna meðal annars. styrk króms, kopars, mangans og nikkels yfir neysluvatnsmörkum, svo eitthvað sé nefnt. Árið 2009 var greint í mælingu að díoxín berst einnig frá urðunarstaðnum, en aðeins í litlum mæli. Gamli urðunarstaður varnarliðsins við Ásbrú var notaður fyrir sorp frá herstöðinni og verktökum frá seinni heimsstyrjöld til ársins 1983. Mælingar árin 2007 og 2009 sýndu að grunnvatnsmengun hafði minnkað á svæðinu og virðist því vera að brotna niður og þynnast út. Engu að síður er í skýrslunni sleginn sá varnagli að ýmsir þungmálmar og forgangsefni gætu leynst í úrgangi sem þar var urðaður og getur smám saman losnað úr læðingi og komist í grunnvatn.[Vatnshlot: Ákveðin afmörkuð og samfelld heild af vatni, í föstu eða fljótandi formi, t.d. í einu stöðuvatni, á eða læk, árósi o.s.frv.]
Fréttaskýringar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira