Umdeild Sprengisandslína sett í forgang Svavar Hávarðsson skrifar 11. janúar 2014 07:00 Tengivirkið má stækka ef áætlanir Landsnets ganga eftir um línulögn yfir Sprengisand. Á myndinni sést yfir Sultartangalón þar sem Tungná og Þjórsá sameinast fyrir ofan Sultartangastöð. Fréttablaðið/Stefán Landsnet hefur sett línulögn yfir Sprengisand í forgang, en framkvæmdin er afar umdeild. Formlegt umhverfismat hefst á næstunni. Blöndulína 3 hefur verið sett tímabundið á ís, en áherslan í uppbyggingu flutningskerfisins færist yfir á Austurland vegna rafvæðingar fiskimjölsverksmiðja. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli forsvarsmanna Landsnet í gær, þegar Búðarhálslína og nýtt tengivirki fyrirtækisins við Búðarháls voru tekin í formlega notkun. Þar með hefur Búðarhálsvirkjun, með sín 95 megavött, verið tengd við meginflutningskerfi fyrirtækisins. Raforkuframleiðsla virkjunarinnar hefst í mars, ef að líkum lætur að loknum álagsprófun mannvirkja.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, sagði við kynningu á flutningskerfi fyrirtækisins og framtíðaráætlunum þess að uppbygging flutningskerfisins væri aðkallandi. Tryggja yrði öryggi og gæði þessarar þjónustu sem drifkrafts atvinnu- og mannlífs um allt land. Hann sagði sterkt flutningskerfi hafa marga kosti; nýting virkjana yrði meiri þar sem takmörkuð flutningsgeta truflar ekki framleiðslu og gerði uppbyggingu atvinnustarfsemi sem nýtir rafmagn mögulega. Svo veikt er flutningskerfið orðið að það útilokar að færa nýju meðalstóru iðnaðarfyrirtæki rafmagn á stórum hluta landsins, sagði Guðmundur Ingi og nefndi 10 megavött í því sambandi. Lausnir til að styrkja kerfið úti um land eru í raun tvær. Fyrrnefnd Sprengisandslína eða að styrkja línurnar hringinn í kringum landið. Sprengisandslína yrði um 200 kílómetra löng, en hringlínurnar um þúsund kílómetrar og kostnaður því mun meiri við síðari kostinn. Þess vegna hefur Landsnet sett Sprengisandslínu í forgang, og tengingu áfram austur vegna uppbyggingar atvinnustarfsemi þar. „Þetta er sú lausn sem við getum byggt upp innan skynsamlegs tíma - eða á um fimm árum ef við erum bjartsýn,“ sagði Guðmundur Ingi. Eins og er kunnugt er Sprengisandslína afar eldfimt mál. Er þess skemmst að minnast að auglýsing Orkusölunnar, dótturfyrirtækis RARIK, í október, þar sem Sprengisandslína var teiknuð inn í kynningarefni fyrirtækisins, vakti hörð viðbrögð. Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, var spurð um hina umdeildu Sprengisandslínu, sagði hún málið vissulega afar umdeilt, en um leið yrði einfaldlega að styrkja flutningskerfið. Forsendur ákvarðanatöku í málinu byggðist hins vegar á mati á umhverfisáhrifum - ekki fyrr en eftir þá vinnu væri ljóst hvort hægt væri að sætta sjónarmið. Í þessu samhengi nefnir Ragnheiður að á þriðjudag mælir hún á Alþingi fyrir skýrslu um línulagnir í jörð - jarðstrengi - þar sem tekin eru fyrir mörg atriði sem gætu liðkað fyrir því að sá kostur sé inni í myndinni. Í því felist vinna næstu missera, eða að kanna hvort hægt sé að leggja Sprengisandslínu að hluta til í jörð, þó ekkert liggi fyrir í því sambandi í dag. „Núna er Landsnet bundið af því í lögum að leita alltaf að hagkvæmasta kostinum, en tímarnir eru breyttir,“ sagði Ragnheiður og nefndi vinnu Landverndar sem lét kanna kostnað við jarðstrengi. „Þar eru fjölmörg atriði nefnd; skattaumhverfi, vörugjöld, endingartíma, viðhaldskostnaður og fleira. Yfir þetta þarf að fara og athuga hvort hægt er að ná lendingu þar sem tekið er tillit til þessara sjónarmiða.“Það var ekki laust við að Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra brygði í brún þegar hún hleypti spennu á nýja tengivirkið við Búðarháls. Hún var ekki ein um það enda var púlsinn þungur þegar orkan losnaði úr læðingi.Fréttablaðið/StefánBúðarhálslína 1 og tengivirki tekið í notkun Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets. Prófanir á vélbúnaði virkjunarinnar fara nú í hönd og hefst raforkuframleiðsla inn á kerfið innan tíðar. Búðarhálstengivirkið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að stækka það síðar, verði t.d. ný flutningslína til Norðurlands, svokölluð Norður-suður tenging [Sprengisandslína], byggð. „Við hönnunina var gert ráð fyrir að einfalt yrði að stækka virkið – og tengja þar inn nýja línu t.d. til Norðurlands, svokallaða Norður-suðurtengingu, sem Landsnet hyggst nú ráðast í hið fyrsta að undirbúa,“ sagði Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, við athöfnina í gær. Búðarhálslína 1 er alls um 5,6 kílómetra löng 220 kV háspennulína en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir um sautján kílómetra langri línu. Hún liggur frá tengivirkinu við Búðarháls að Hrauneyjarfosslínu á Langöldu, þar sem hún er tengd inn á meginflutningskerfi Landsnets. Heildarkostnaður við byggingu Búðarhálslínu 1 og tengivirkisins við Búðarháls er um einn milljarður króna en alls námu framkvæmdir Landsnets í flutningskerfinu á nýliðnu ári um sjö milljörðum króna. Á þessu ári er fyrirhugað að verja um fimm milljörðum króna í fjárfestingar í meginflutningskerfinu og svæðisbundnum kerfum Landsnets í öllum landsfjórðungum. Fréttaskýringar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Landsnet hefur sett línulögn yfir Sprengisand í forgang, en framkvæmdin er afar umdeild. Formlegt umhverfismat hefst á næstunni. Blöndulína 3 hefur verið sett tímabundið á ís, en áherslan í uppbyggingu flutningskerfisins færist yfir á Austurland vegna rafvæðingar fiskimjölsverksmiðja. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli forsvarsmanna Landsnet í gær, þegar Búðarhálslína og nýtt tengivirki fyrirtækisins við Búðarháls voru tekin í formlega notkun. Þar með hefur Búðarhálsvirkjun, með sín 95 megavött, verið tengd við meginflutningskerfi fyrirtækisins. Raforkuframleiðsla virkjunarinnar hefst í mars, ef að líkum lætur að loknum álagsprófun mannvirkja.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, sagði við kynningu á flutningskerfi fyrirtækisins og framtíðaráætlunum þess að uppbygging flutningskerfisins væri aðkallandi. Tryggja yrði öryggi og gæði þessarar þjónustu sem drifkrafts atvinnu- og mannlífs um allt land. Hann sagði sterkt flutningskerfi hafa marga kosti; nýting virkjana yrði meiri þar sem takmörkuð flutningsgeta truflar ekki framleiðslu og gerði uppbyggingu atvinnustarfsemi sem nýtir rafmagn mögulega. Svo veikt er flutningskerfið orðið að það útilokar að færa nýju meðalstóru iðnaðarfyrirtæki rafmagn á stórum hluta landsins, sagði Guðmundur Ingi og nefndi 10 megavött í því sambandi. Lausnir til að styrkja kerfið úti um land eru í raun tvær. Fyrrnefnd Sprengisandslína eða að styrkja línurnar hringinn í kringum landið. Sprengisandslína yrði um 200 kílómetra löng, en hringlínurnar um þúsund kílómetrar og kostnaður því mun meiri við síðari kostinn. Þess vegna hefur Landsnet sett Sprengisandslínu í forgang, og tengingu áfram austur vegna uppbyggingar atvinnustarfsemi þar. „Þetta er sú lausn sem við getum byggt upp innan skynsamlegs tíma - eða á um fimm árum ef við erum bjartsýn,“ sagði Guðmundur Ingi. Eins og er kunnugt er Sprengisandslína afar eldfimt mál. Er þess skemmst að minnast að auglýsing Orkusölunnar, dótturfyrirtækis RARIK, í október, þar sem Sprengisandslína var teiknuð inn í kynningarefni fyrirtækisins, vakti hörð viðbrögð. Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, var spurð um hina umdeildu Sprengisandslínu, sagði hún málið vissulega afar umdeilt, en um leið yrði einfaldlega að styrkja flutningskerfið. Forsendur ákvarðanatöku í málinu byggðist hins vegar á mati á umhverfisáhrifum - ekki fyrr en eftir þá vinnu væri ljóst hvort hægt væri að sætta sjónarmið. Í þessu samhengi nefnir Ragnheiður að á þriðjudag mælir hún á Alþingi fyrir skýrslu um línulagnir í jörð - jarðstrengi - þar sem tekin eru fyrir mörg atriði sem gætu liðkað fyrir því að sá kostur sé inni í myndinni. Í því felist vinna næstu missera, eða að kanna hvort hægt sé að leggja Sprengisandslínu að hluta til í jörð, þó ekkert liggi fyrir í því sambandi í dag. „Núna er Landsnet bundið af því í lögum að leita alltaf að hagkvæmasta kostinum, en tímarnir eru breyttir,“ sagði Ragnheiður og nefndi vinnu Landverndar sem lét kanna kostnað við jarðstrengi. „Þar eru fjölmörg atriði nefnd; skattaumhverfi, vörugjöld, endingartíma, viðhaldskostnaður og fleira. Yfir þetta þarf að fara og athuga hvort hægt er að ná lendingu þar sem tekið er tillit til þessara sjónarmiða.“Það var ekki laust við að Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra brygði í brún þegar hún hleypti spennu á nýja tengivirkið við Búðarháls. Hún var ekki ein um það enda var púlsinn þungur þegar orkan losnaði úr læðingi.Fréttablaðið/StefánBúðarhálslína 1 og tengivirki tekið í notkun Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets. Prófanir á vélbúnaði virkjunarinnar fara nú í hönd og hefst raforkuframleiðsla inn á kerfið innan tíðar. Búðarhálstengivirkið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að stækka það síðar, verði t.d. ný flutningslína til Norðurlands, svokölluð Norður-suður tenging [Sprengisandslína], byggð. „Við hönnunina var gert ráð fyrir að einfalt yrði að stækka virkið – og tengja þar inn nýja línu t.d. til Norðurlands, svokallaða Norður-suðurtengingu, sem Landsnet hyggst nú ráðast í hið fyrsta að undirbúa,“ sagði Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, við athöfnina í gær. Búðarhálslína 1 er alls um 5,6 kílómetra löng 220 kV háspennulína en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir um sautján kílómetra langri línu. Hún liggur frá tengivirkinu við Búðarháls að Hrauneyjarfosslínu á Langöldu, þar sem hún er tengd inn á meginflutningskerfi Landsnets. Heildarkostnaður við byggingu Búðarhálslínu 1 og tengivirkisins við Búðarháls er um einn milljarður króna en alls námu framkvæmdir Landsnets í flutningskerfinu á nýliðnu ári um sjö milljörðum króna. Á þessu ári er fyrirhugað að verja um fimm milljörðum króna í fjárfestingar í meginflutningskerfinu og svæðisbundnum kerfum Landsnets í öllum landsfjórðungum.
Fréttaskýringar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira