Þrír eru tilnefndir að þessu sinni en það eru þeir Lionel Messi hjá Barcelona, Franck Ribéry hjá Bayern München og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.
Cristiano Ronaldo er sigurstranglegastur í kjörinu en hann átti frábært ár bæði með Real Madrid og portúgalska landsliðinu.
Cristiano Ronaldo skoraði 66 mörk í 56 leikjum á árinu 2013 og hann skoraði þá meira en Lionel Messi (42) og Franck Ribery (22) til samans.
Ronaldo átti auk þess 15 stoðsendingar á árinu og bjó til 94 marktækifæri fyrir liðsfélaga sína í þessum 56 leikjum.
Lionel Messi hefur verið kosinn sá besti í heimi undanfarin fjögur ár og Franck Ribery vann alla titla í boði með þýska liðinu Bayern München. Cristiano Ronaldo hefur endaði í öðru sæti undanfarin tvö ár.
