Rauðrófusafi lækkar blóðþrýsting Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2014 19:30 Neysla á fimm hundruð millilítrum af rauðrófusafa lækkar blóðþrýsting. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn. Efnið í rauðrófusafanum sem hefur þessi góðu áhrif er nítrat en það finnst einnig í grænu laufgrænmeti. Sagt er frá þessu á vefsíðunni Heilsutorg. Vísindamennirnir sem leiddu rannsóknina komust að því að blóðþrýstingurinn hafði strax lækkað á innan við klukkustund eftir að rauðrófusafans var neytt. Rannsóknir Bart, London School of Medicine og Peninsula Medical School sýndu því fram á hagkvæma leið til þess að meðhöndla háþrýsting. Þegar hefur með margvíslegum hætti verið sýnt fram á verndandi eiginleika grænmetis sem inniheldur bæði mikið af vítamínum og flug andoxunarefni. Það tók aðeins innan við klukkustund að greina lækkaðan blóðþrýsting í rauðrófusafarannsókninni og blóðþrýstingurinn var jafnvel enn lægri eftir þrjár til fjórar klukkustundir og hélst lágur í 24 klukkustundir eftir neyslu hans. Þetta eru einkar góðar fréttir í ljósi þess að 25% mannkyns þjáist af háþrýstingi og gert er ráð fyrir að sú tala hækki í 29% árið 2025. Háþrýstingurinn veldur um það bil 50% kransæðasjúkdóma og um það bil 75% heilablóðfalla.Amrita Ahluwalia prófessor lét hafa þetta eftir sér: „Rannsóknirnar gefa til kynna að neysla rauðrófusafa eða annars nítratríks grænmetis gæti verið einföld leið til þess að öðlast heilbrigt hjarta- og æðakerfi." Annar prófessor, Graham McGregor hjá Bresku háþrýstingssamtökunum, lýsti rannsókninni sem „áhugaverðri". Hann sagði: „Þetta sýnir að rauðrófusafi færir blóðþrýsting á örskömmum tíma í eðlilegt horf." Hann sagði einnig að mataræði ríkt af grænmeti og ávöxtum hefði góð áhrif á háþrýsting: „Það sem við þurfum að skoða núna eru áhrif neyslu rauðrófusafa til lengri tíma." Heilsa Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Neysla á fimm hundruð millilítrum af rauðrófusafa lækkar blóðþrýsting. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn. Efnið í rauðrófusafanum sem hefur þessi góðu áhrif er nítrat en það finnst einnig í grænu laufgrænmeti. Sagt er frá þessu á vefsíðunni Heilsutorg. Vísindamennirnir sem leiddu rannsóknina komust að því að blóðþrýstingurinn hafði strax lækkað á innan við klukkustund eftir að rauðrófusafans var neytt. Rannsóknir Bart, London School of Medicine og Peninsula Medical School sýndu því fram á hagkvæma leið til þess að meðhöndla háþrýsting. Þegar hefur með margvíslegum hætti verið sýnt fram á verndandi eiginleika grænmetis sem inniheldur bæði mikið af vítamínum og flug andoxunarefni. Það tók aðeins innan við klukkustund að greina lækkaðan blóðþrýsting í rauðrófusafarannsókninni og blóðþrýstingurinn var jafnvel enn lægri eftir þrjár til fjórar klukkustundir og hélst lágur í 24 klukkustundir eftir neyslu hans. Þetta eru einkar góðar fréttir í ljósi þess að 25% mannkyns þjáist af háþrýstingi og gert er ráð fyrir að sú tala hækki í 29% árið 2025. Háþrýstingurinn veldur um það bil 50% kransæðasjúkdóma og um það bil 75% heilablóðfalla.Amrita Ahluwalia prófessor lét hafa þetta eftir sér: „Rannsóknirnar gefa til kynna að neysla rauðrófusafa eða annars nítratríks grænmetis gæti verið einföld leið til þess að öðlast heilbrigt hjarta- og æðakerfi." Annar prófessor, Graham McGregor hjá Bresku háþrýstingssamtökunum, lýsti rannsókninni sem „áhugaverðri". Hann sagði: „Þetta sýnir að rauðrófusafi færir blóðþrýsting á örskömmum tíma í eðlilegt horf." Hann sagði einnig að mataræði ríkt af grænmeti og ávöxtum hefði góð áhrif á háþrýsting: „Það sem við þurfum að skoða núna eru áhrif neyslu rauðrófusafa til lengri tíma."
Heilsa Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira