Stórir sigrar hjá Haukum og Val - úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2014 20:57 Haukakonan Dagbjört Samúelsdóttir. Mynd/Valli Haukar og Valur unnu bæði stóra sigra í 18. umferð Domnios-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur sóttu tvo stig til KR í DHL-höllinni í enn einum stórsigri Hafnarfjarðarliðsins á árinu 2014 og Valskonur unnu 33 stiga sigur á Grindavík á Hlíðarenda.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Haukakonur gefa ekkert eftir í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni og unnu 34 stiga sigur á KR í DHL-höllinni í kvöld, 86-52. KR-konur töpuðu þarna öðrum heimaleiknum á fjórum dögum en Haukaliðið var hinsvegar að vinna fjórða +20 stiga sigur sinn á árinu 2014. Haukaliðið hefur nú unnið fjóra stórsigra á nýja árinu en áður hafði liðið unnið Suðurnesjaliðin Grindavík (+25), Njarðvík (+22) og Keflavík (+26) með sannfærandi hætti.Lele Hardy var með 28 stig og 16 fráköst fyrir Hauka, Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og Auður Ólafsdóttir var með 10 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 13 stig fyrir KR. Valskonur enduðu tveggja leikja taphrinu með sannfærandi 87-54 sigri á Grindavík í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Valskonur skoruðu ellefu fyrstu stig leiksins, voru 20-5 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með 24 stiga forskot í hálfleik, 45-21.Anna Martin skoraði 23 stig fyrir Val og Hallveig Jónsdóttir var með 18 stig. Þá skoraði Rut Konráðsdóttir 12 stig og María Björnsdóttir var með 9 stig. Blanca Lutley skoraði 17 stig fyrir Grindavík og María Ben Erlingsdóttir var með 13 stig. Keflavíkurkonur sóttu tvö stig í Hveragerði í kvöld þegar liðið vann fjögurra stiga sigur á heimastúlkum í Hamar, 75-71. Keflavíkurliðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 20-8. Snæfellsliðið er á svaka siglingu en liðið fór í Ljónagryfjuna í kvöld og vann 35 stiga sigur á heimastúlkum í Njarðvík, 94-59. Þetta er sjötti deildarsigur Snæfells í röð og alla hefur liðið unnið með þrettán stigum eða meira.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Hamar-Keflavík 71-75 (21-19, 15-18, 8-20, 27-18)Hamar: Di'Amber Johnson 26/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 13/10 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 9/9 fráköst/6 stolnir, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 2, Katrín Eik Össurardóttir 2.Keflavík: Porsche Landry 23/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 18/22 fráköst/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 13/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst.Valur-Grindavík 87-54 (20-5, 25-16, 23-11, 19-22)Valur: Anna Alys Martin 23/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 18, Rut Herner Konráðsdóttir 12/5 fráköst, María Björnsdóttir 9/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 4, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 1/4 fráköst.Grindavík: Blanca Lutley 17/6 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 1.Njarðvík-Snæfell 59-94 (8-25, 15-23, 13-27, 23-19)Njarðvík: Nikitta Gartrell 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/7 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 3/4 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 1/4 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 1.Snæfell: Chynna Unique Brown 27/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 14/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 10/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6/4 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 3.KR-Haukar 52-86 (12-22, 12-26, 16-20, 12-18)KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Ebone Henry 8/8 fráköst/4 varin skot, Anna María Ævarsdóttir 5, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2/6 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.Haukar: Lele Hardy 28/16 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 6/7 fráköst/4 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6, Íris Sverrisdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 2.Mynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Haukar og Valur unnu bæði stóra sigra í 18. umferð Domnios-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur sóttu tvo stig til KR í DHL-höllinni í enn einum stórsigri Hafnarfjarðarliðsins á árinu 2014 og Valskonur unnu 33 stiga sigur á Grindavík á Hlíðarenda.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan. Haukakonur gefa ekkert eftir í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni og unnu 34 stiga sigur á KR í DHL-höllinni í kvöld, 86-52. KR-konur töpuðu þarna öðrum heimaleiknum á fjórum dögum en Haukaliðið var hinsvegar að vinna fjórða +20 stiga sigur sinn á árinu 2014. Haukaliðið hefur nú unnið fjóra stórsigra á nýja árinu en áður hafði liðið unnið Suðurnesjaliðin Grindavík (+25), Njarðvík (+22) og Keflavík (+26) með sannfærandi hætti.Lele Hardy var með 28 stig og 16 fráköst fyrir Hauka, Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og Auður Ólafsdóttir var með 10 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 13 stig fyrir KR. Valskonur enduðu tveggja leikja taphrinu með sannfærandi 87-54 sigri á Grindavík í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Valskonur skoruðu ellefu fyrstu stig leiksins, voru 20-5 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með 24 stiga forskot í hálfleik, 45-21.Anna Martin skoraði 23 stig fyrir Val og Hallveig Jónsdóttir var með 18 stig. Þá skoraði Rut Konráðsdóttir 12 stig og María Björnsdóttir var með 9 stig. Blanca Lutley skoraði 17 stig fyrir Grindavík og María Ben Erlingsdóttir var með 13 stig. Keflavíkurkonur sóttu tvö stig í Hveragerði í kvöld þegar liðið vann fjögurra stiga sigur á heimastúlkum í Hamar, 75-71. Keflavíkurliðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 20-8. Snæfellsliðið er á svaka siglingu en liðið fór í Ljónagryfjuna í kvöld og vann 35 stiga sigur á heimastúlkum í Njarðvík, 94-59. Þetta er sjötti deildarsigur Snæfells í röð og alla hefur liðið unnið með þrettán stigum eða meira.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Hamar-Keflavík 71-75 (21-19, 15-18, 8-20, 27-18)Hamar: Di'Amber Johnson 26/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 13/10 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 9/9 fráköst/6 stolnir, Sóley Guðgeirsdóttir 5/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 2, Katrín Eik Össurardóttir 2.Keflavík: Porsche Landry 23/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 18/22 fráköst/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 13/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst.Valur-Grindavík 87-54 (20-5, 25-16, 23-11, 19-22)Valur: Anna Alys Martin 23/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 18, Rut Herner Konráðsdóttir 12/5 fráköst, María Björnsdóttir 9/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 4, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 1/4 fráköst.Grindavík: Blanca Lutley 17/6 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 1.Njarðvík-Snæfell 59-94 (8-25, 15-23, 13-27, 23-19)Njarðvík: Nikitta Gartrell 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/7 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 3/4 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 1/4 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 1.Snæfell: Chynna Unique Brown 27/7 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 14/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 10/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6/4 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 3.KR-Haukar 52-86 (12-22, 12-26, 16-20, 12-18)KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Ebone Henry 8/8 fráköst/4 varin skot, Anna María Ævarsdóttir 5, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2/6 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.Haukar: Lele Hardy 28/16 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 6/7 fráköst/4 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6, Íris Sverrisdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 2.Mynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira