KR er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir tólf stiga sigur á Grindavík, 73-61, í Röstinni í kvöld. Vesturbæjarliðið komst síðast svona langt í bikarnum árið 2011.
KR-konur voru með örugga forystu stærsta hluta leiksins en þær voru þó næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin.
Ebony Henry skoraði 28 stig fyrir KR og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 10 stig og 11 fráköst. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 10 stig. Blanca Lutley skoraði 14 stig fyrir Grindavík og Jeanne Sicat skoraði 13 stig.
KR-liðið vann fyrsta leikhlutann 17-13 og var með þrettán stiga forskot í hálfleik, 39-26. Ebony Henry, bandaríski leikmaðurinn hjá KR, var komin með 17 stig í hálfleik.
Grindavíkurkonur áttu góða endurkomu í lokaleikhlutanum þar sem þær náðu að minna muninn niður í fjögur stig, 58-62, en KR-konur voru með sterkar taugar og kláruðu leikinn á vítalínunni.
KR-konur fyrstar inn í undanúrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



