Sport

Afrek Kristins og Anítu stóðu upp úr

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristinn stefnir á að bæta Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki innan- sem utanhúss.
Kristinn stefnir á að bæta Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki innan- sem utanhúss.
Bestu afrek á frjálsíþróttamóti RIG sem fram fór í Laugardalshöll í dag áttu þau Kristinn Torfason úr FH og Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.  

Kristinn kom, sá og sigraði á mótinu þriðja árið í röð en hann stökk lengst 7,58 metra sem gefur 1037 stig samkvæmt stigatöflu IAAF. Daniel Gardiner frá Bretlandi varð annar með 7,37 metra í sínu eina gilda stökki.

Kristinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í vikunni að tap á heimavelli væri ekki á dagskránni. Hafnfirðingurinn stóð við stóru orðin í samkeppninni við Gardiner og Danann Morten Jensen.

Aníta sigraði 800 m hlaup kvenna eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Aníta setti nýtt Evrópumet 19 ára og yngri þegar hún kom í mark á tímanum 2:01,81 sekúndum.  Fyrir árangur sinn hlaut hún 1150 stig samkvæmt stigatöflu IAAF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×