Ástand Schumachers stöðugt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2014 10:16 Nordic Photos / Getty Images Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu en að ástand hans síðasta sólarhringinn hafi verið stöðugt. „Læknar fylgjast mjög vel með honum en góðu fréttirnar þessa stundina er að ástand hans hefur verið stöðugt síðasta sólarhringinn. Það þótti því ekki ástæða til að halda blaðamannafund í dag,“ sagði Kehm er hún ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi í morgun. „Það skal þó tekið fram að hann er enn í lífshættu og tvísýnt um batahorfur. Það er enn ekki hægt að segja neitt til um framhaldið.“ Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, fékk alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudag. Hann hefur gengist undir tvær aðgerðir til að losa um blóðsöfnun sem hafði myndast og skapað þrýsting á heila hans. Læknar segja þó að hann sé enn með mikla áverka á heila og því sé framhaldið tvísýnt. Honum er enn haldið sofandi. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu en að ástand hans síðasta sólarhringinn hafi verið stöðugt. „Læknar fylgjast mjög vel með honum en góðu fréttirnar þessa stundina er að ástand hans hefur verið stöðugt síðasta sólarhringinn. Það þótti því ekki ástæða til að halda blaðamannafund í dag,“ sagði Kehm er hún ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi í morgun. „Það skal þó tekið fram að hann er enn í lífshættu og tvísýnt um batahorfur. Það er enn ekki hægt að segja neitt til um framhaldið.“ Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, fékk alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudag. Hann hefur gengist undir tvær aðgerðir til að losa um blóðsöfnun sem hafði myndast og skapað þrýsting á heila hans. Læknar segja þó að hann sé enn með mikla áverka á heila og því sé framhaldið tvísýnt. Honum er enn haldið sofandi.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira