Ford C-Max með sólarrafhlöðum eyðir 2,4 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 08:45 Ford C-Max með sólarrafhlöðum. Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent