Ford C-Max með sólarrafhlöðum eyðir 2,4 lítrum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 08:45 Ford C-Max með sólarrafhlöðum. Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent
Ford ætlar að kynna nýja útgáfu C-Max bílsins á hinni árlegu tæknisýningu bílageirans í Las Vegas í þessari viku. Þak bílsins er nánast ein sólarrafhlaða og eyðsla þessa bíls er ansi lág, eða 2,4 lítrar á hverja 100 kílómetra. Það tekur sólarrafhlöðurnar 4 klukkutíma að fullhlaðast í sterkri sól, en þær má einnig hlaða með því að setja bílinn í samband við heimilisrafmagn. Bíllinn getur ekið 35 km á rafmagninu einu saman og 1.000 km alls. Eyðsla þessa bíls er ámóta og Plug-In C-Max bílsins sem Ford býður einnig. Ekki er ljóst hvort þessi nýja útgáfa C-Max verður fjöldaframleidd eða hvort þessi bíll er bara til að monta sig af á sýningunni í Las Vegas. Ef hann verður ekki of dýr ætti hann að höfða til margra og ef uppgefin eyðsla hans er rétt má komast á honum hringinn um Ísland á 33 lítrum bensíns, sem kostar aðeins um 8.000 krónur.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent