Nýtt ár, nýtt upphaf? Teitur Guðmundsson skrifar 31. desember 2013 06:00 Hver hefur ekki gefið einhver loforð um bót og betrun á nýju ári? Hvort heldur sem það er að hætta að reykja, standa sig betur í skólanum, vinnunni eða verja meiri tíma með fjölskyldunni og þannig mætti lengi telja. Af hverju ætli fólk velji áramótin til að gefa stór loforð sem það á erfitt með að standa við? Er einhver tími betri en annar í því efni? Ég leyfi mér að efast um það, en ljóst er að við höfum óbilandi trú á okkur á síðasta degi ársins og ég ætla að trúa á ykkur! Samviskubitið er stærsti þátturinn í því að okkur detta slík loforð í hug, eitthvað af því sem við erum að gera eða höfum gert veldur því að við finnum fyrir vanlíðan eða ástæðu til að breyta til. Yfirleitt er það hegðun eða vani sem við viljum breyta, fíkn eða ástand sem er óæskilegt og við vitum betur. Jafnvel er okkur bent á það reglulega að það gæti verið ástæða til þess af einhverjum sem okkur þykir vænt um og við viljum þóknast, hugsanlega bara samfélagslegur og ósýnilegur þrýstingur. Megrun er dæmi um slíkt, alla jafna fyllast líkamsræktarstöðvarnar á nýju ári af pungsveittum (eða á öðrum stöðum) einstaklingum sem ætla svoleiðis að láta lóðin og hlaupabrettin finna fyrir því. En yfirleitt bara í svona eina og hálfa viku, þá eru þeir búnir að gleyma öllum stóru loforðunum. „Nenni þessu ekki,“ eru orð sem heyrast oft, iðulega eftir að hafa eytt síðustu aurunum áður en VISA-kortið lokast í árskort í einhverri stöðinni, „af því það borgar sig að kaupa árskort, maður sparar heilan helling“. Það er rétt ef viðkomandi myndi bara nota kortið! Bara smekksatriði Ekki ætla ég að gera lítið úr því að fólk fari í ræktina, síður en svo. Ég hvet daglega til hreyfingar í öllu formi, en ég legg áherslu á að endast og setja sér raunhæf markmið. Allt of margir eru „þöglir“ áskrifendur í ræktinni, sem er gott fyrir stöðvarnar, en slæmt fyrir viðkomandi. Ég hef verið svona „styrktaraðili“, hreyfði mig þó og gerði annað í leiðinni og var glaður að viðhalda starfsemi þeirra svo aðrir gætu notið… Vandinn liggur í því að ákvörðunin um að setja 12 mánuði á kortið er auðveldari en raunverulega að gera eitthvað af viti og það er alls ekki nauðsynlegt að vera fastakúnni einhvers staðar til að hreyfa sig, eða stunda líkamsrækt. Það getur þó hjálpað til að vera í hóp og finna fyrir þrýstingi hans að hreyfa sig. Hópíþróttir eru dæmi um slíkt, ef þú mætir ekki á æfingu færðu að heyra í félögunum, hvort sem það eru „old boys“ eða alvaran sjálf. Það krefst meiri sjálfsaga að fara reglubundið einn og lyfta lóðum, en með tímanum skapast líka hópur þar sem dregur þig inn. Það er bara smekksatriði hvað fólki finnst. Aðalatriðið er að hreyfa sig reglubundið.Utanlandsferð í stað tóbaks Ykkur sem ætlið að hætta að reykja um áramótin vil ég hvetja sérstaklega! Það er nákvæmlega EKKERT sem styður það að viðhalda þeirri fíkn. Hættu að reykja, þú ert bara önug/ur á meðan á því stendur, í kjölfarið líður þér betur en áður og hefur ekki samviskubit yfir svo heimskulegri iðju sem reykingar eru. Sá sem reykir tekur oft engum rökum, því miður, nema ef vera skyldi fjárhagslegum og nú stefnir í það á nýju ári að tóbak verði dýrara en það hefur nokkru sinni verið hérlendis. Sá sem reykir pakka á dag eyðir á nýju ári eitthvað á bilinu 35-40 þúsund krónum á mánuði. Það eru 420-480 þúsund á ári, hjá hjónum eru það gífurlegir fjármunir. Krakkar, þið sem lesið þetta og eigið foreldra sem reykja báðir pakka á dag, getið sagt þeim að það kostar minna að fara í 2 vikur til Orlando í Florida, gista á 4 stjörnu hóteli allan tímann, vera með meðalstóran bílaleigubíl, fara í alla Disney-garðana daglega og borða á veitingastað allan tímann en eiga samt afgang miðað við 4 manna fjölskyldu. Þetta er bara hugmynd, en það má gera ýmislegt fyrir 960 þúsund á ári. Disney í Orlando er líklega ekki það ódýrasta og val hverrar fjölskyldu hvert hún fer í frí eða eyðir peningunum sínum. En fyrir utan það að eiga aukapening er verið að fjárfesta í heilsunni til lengri tíma litið og slíkt er ekki hægt að meta til fjár!Gleðilegt nýtt ár og gangi ykkur allt í haginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Hver hefur ekki gefið einhver loforð um bót og betrun á nýju ári? Hvort heldur sem það er að hætta að reykja, standa sig betur í skólanum, vinnunni eða verja meiri tíma með fjölskyldunni og þannig mætti lengi telja. Af hverju ætli fólk velji áramótin til að gefa stór loforð sem það á erfitt með að standa við? Er einhver tími betri en annar í því efni? Ég leyfi mér að efast um það, en ljóst er að við höfum óbilandi trú á okkur á síðasta degi ársins og ég ætla að trúa á ykkur! Samviskubitið er stærsti þátturinn í því að okkur detta slík loforð í hug, eitthvað af því sem við erum að gera eða höfum gert veldur því að við finnum fyrir vanlíðan eða ástæðu til að breyta til. Yfirleitt er það hegðun eða vani sem við viljum breyta, fíkn eða ástand sem er óæskilegt og við vitum betur. Jafnvel er okkur bent á það reglulega að það gæti verið ástæða til þess af einhverjum sem okkur þykir vænt um og við viljum þóknast, hugsanlega bara samfélagslegur og ósýnilegur þrýstingur. Megrun er dæmi um slíkt, alla jafna fyllast líkamsræktarstöðvarnar á nýju ári af pungsveittum (eða á öðrum stöðum) einstaklingum sem ætla svoleiðis að láta lóðin og hlaupabrettin finna fyrir því. En yfirleitt bara í svona eina og hálfa viku, þá eru þeir búnir að gleyma öllum stóru loforðunum. „Nenni þessu ekki,“ eru orð sem heyrast oft, iðulega eftir að hafa eytt síðustu aurunum áður en VISA-kortið lokast í árskort í einhverri stöðinni, „af því það borgar sig að kaupa árskort, maður sparar heilan helling“. Það er rétt ef viðkomandi myndi bara nota kortið! Bara smekksatriði Ekki ætla ég að gera lítið úr því að fólk fari í ræktina, síður en svo. Ég hvet daglega til hreyfingar í öllu formi, en ég legg áherslu á að endast og setja sér raunhæf markmið. Allt of margir eru „þöglir“ áskrifendur í ræktinni, sem er gott fyrir stöðvarnar, en slæmt fyrir viðkomandi. Ég hef verið svona „styrktaraðili“, hreyfði mig þó og gerði annað í leiðinni og var glaður að viðhalda starfsemi þeirra svo aðrir gætu notið… Vandinn liggur í því að ákvörðunin um að setja 12 mánuði á kortið er auðveldari en raunverulega að gera eitthvað af viti og það er alls ekki nauðsynlegt að vera fastakúnni einhvers staðar til að hreyfa sig, eða stunda líkamsrækt. Það getur þó hjálpað til að vera í hóp og finna fyrir þrýstingi hans að hreyfa sig. Hópíþróttir eru dæmi um slíkt, ef þú mætir ekki á æfingu færðu að heyra í félögunum, hvort sem það eru „old boys“ eða alvaran sjálf. Það krefst meiri sjálfsaga að fara reglubundið einn og lyfta lóðum, en með tímanum skapast líka hópur þar sem dregur þig inn. Það er bara smekksatriði hvað fólki finnst. Aðalatriðið er að hreyfa sig reglubundið.Utanlandsferð í stað tóbaks Ykkur sem ætlið að hætta að reykja um áramótin vil ég hvetja sérstaklega! Það er nákvæmlega EKKERT sem styður það að viðhalda þeirri fíkn. Hættu að reykja, þú ert bara önug/ur á meðan á því stendur, í kjölfarið líður þér betur en áður og hefur ekki samviskubit yfir svo heimskulegri iðju sem reykingar eru. Sá sem reykir tekur oft engum rökum, því miður, nema ef vera skyldi fjárhagslegum og nú stefnir í það á nýju ári að tóbak verði dýrara en það hefur nokkru sinni verið hérlendis. Sá sem reykir pakka á dag eyðir á nýju ári eitthvað á bilinu 35-40 þúsund krónum á mánuði. Það eru 420-480 þúsund á ári, hjá hjónum eru það gífurlegir fjármunir. Krakkar, þið sem lesið þetta og eigið foreldra sem reykja báðir pakka á dag, getið sagt þeim að það kostar minna að fara í 2 vikur til Orlando í Florida, gista á 4 stjörnu hóteli allan tímann, vera með meðalstóran bílaleigubíl, fara í alla Disney-garðana daglega og borða á veitingastað allan tímann en eiga samt afgang miðað við 4 manna fjölskyldu. Þetta er bara hugmynd, en það má gera ýmislegt fyrir 960 þúsund á ári. Disney í Orlando er líklega ekki það ódýrasta og val hverrar fjölskyldu hvert hún fer í frí eða eyðir peningunum sínum. En fyrir utan það að eiga aukapening er verið að fjárfesta í heilsunni til lengri tíma litið og slíkt er ekki hægt að meta til fjár!Gleðilegt nýtt ár og gangi ykkur allt í haginn.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun