Kellur sýna klærnar Jón Viðar Jónsson skrifar 28. desember 2013 10:00 Sönggyðjur "Tónlist Egils Ólafssonar hljómaði vel.” Leiklist: Þingkonurnar eftir Aristófanes í Þjóðleikhúsinu Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Tónlist: Egill Ólafsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Þýðing: Kristján Árnason Aristófanes er eitt af stórskáldum kómedíunnar. Sá eini sem er hægt að nefna í sömu andrá og Molière. Sumir, sem eru læsir á forn-grísku, segja að hann sé jafnvel enn stórbrotnari, fyndnari og beittari, en meistarinn franski. Samt er hann miklu minna leikinn en Molière og ástæðan er einkum sú hversu margt í ádeilu hans er bundið samtíð hans, aþenska lýðveldinu fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum. Samt er enn hægt að leika hann í dag. Það er af því að hann er einn af þeim sem eiga til að fara beint í kjarnann, svo að allar þessar aldir, sem á milli ber, hætta að skipta máli. Þingkonurnar, jólaleikrit Þjóðleikhússins, er gott dæmi um það. Þetta er alls ekki besta leikrit Aristófanesar; Lýsistrata, sem var sýnd hér í frábærri uppfærslu fyrir fjörutíu árum og við mættum gjarnan fara að sjá aftur, er miklu heilsteyptara verk, og sömuleiðis Skýin, Fuglarnir eða Froskarnir. Það er djarft af Þjóðleikhúsinu að flytja verk sem þetta, verk sem er frekar ólíklegt að nái til fjöldans. En sú dirfska er réttlætanleg. Þjóðleikhús á líka stundum að flytja verk af þessu tagi. Þingkonurnar er pólitískur dæmileikur með öfgum og ærslum að aristófanískum hætti. Sem leikverk frekar þyngslalegur og laus í reipum; einstök atriði eiga til að verða of langdregin. En efnið og sýn skáldsins á það er mjög áhugaverð. Þarna er tekið á einum helsta galla lýðræðisins: hversu auðvelt lítill meirihluti, undir forystu öflugs leiðtoga, getur átt með að ná völdum, koma á einræði og kúgun. Hugsjón lýðræðisins er göfug, en við erum ekki orðin nógu þroskuð fyrir hana, virðist skáldið vera að segja. Karlveldinu er hér steypt af stóli, með miklum látum, en kvenveldið sem við tekur er engu skárra; ef nokkuð er enn verra. Veldi karlanna var spillt, en kommúnismi kvenræðisins gengur þvert gegn mannlegu eðli. Var Aristófanes ef til vill kvenhatari, svona líkt og Strindberg? Því má hver svara fyrir sig, en ég held það sé ekki aðalatriðið í þessum leik. Benedikt Erlingsson lagar textann til og sníður að okkar tíma. Hann gerir það smekklega og úthugsað; sviðsetningin er öll snyrtileg, leikræn og lífleg, eins og allt sem frá Benedikt kemur. Ótrúlegri framsýni Forn-Grikkjans vel til skila haldið, og viðbætt skot Benedikts á okkar tíma misskiljast ekki. Leikurinn er látinn gerast í sal Alþingishússins okkar að næturþeli; það fór ánægju og undrunarkliður um salinn þegar tjaldið fór frá í fyrrakvöld og leikmyndin blasti við. Ég er nú samt hræddur um að Aristófanes sjálfur hefði tekið þá við Austurvöll fastari tökum, saxað þá í spað, sparkað í þá, nítt og hrakið, því að hann var enginn þurr ídeólóg, heldur umfram allt óborganlegt sambland af ljóðskáldi og revíudóna. Gaf sér skotleyfi á allt og alla – og þeim þýddi víst lítið að væla undan því. Hér leið manni eins og undir frekar huggulegu áramótaskaup í Sjónvarpi allra landsmanna. Maður glotti oft, hló jafnvel stöku sinnum, en varla mikið meir. Frammistaða leikenda er þokkaleg, en hvergi stórkostleg. Við finnum alltof mikið til þess hversu óvanir þeir eru flestir að flytja svona háttbundinn, upphafinn texta; hversu bágt þeir eiga með að gefa sér frelsi gagnvart honum, leika sér að áherslunum, gæða samtölin léttleik og fjölbreytni. Ég segi alls ekki að sumir hafi ekki verið betri en aðrir: Atli Rafn, Þorsteinn Bachmann og Ragnheiður Steindórsdóttir standa vel fyrir sínu, en sumir aðrir eru síðri. Harpa Arnardóttir er víða mjög fyndin í lýsingu Praxagóru, byltingarleiðtoga kvennanna, en rómurinn, frekar mjór og hrjúfur, vinnur ekki með henni. Hún kemur hugsun textans yfirleitt vel til skila undir myndvísri og hnitmiðaðri leikstjórn Benedikts, ekki síst eftir að kella sýnir klærnar, með skemmtilega stílfærðum pósum og handatilburðum, þar sem bæði hitlerskveðjunni og verkalýðshnefanum bregður fyrir. Leikgerðin er eðlilega byggð á snjallri þýðingu Kristjáns Árnasonar frá áttunda áratugnum. Hvað segja þeir nú, sem eru sífellt að tönnlast á því, að það verði að þýða öll leikrit á nokkurra áratuga fresti, af því að málið sé svo fljótt að fyrnast!? Kristján þýddi Lýsiströtu einnig afburðavel; það er mikill missir fyrir bókmenntir okkar og leiklist að leikhússtjórnendur skuli ekki hafa haft rænu á að fá þennan hógværa meistara til að þýða fleiri verk skáldsins, helst öll vitaskuld. Því að Aristófanes er eitt þeirra skálda sem hver menningarþjóð þarf að eiga á sinni eigin tungu. Og það komplett! Tónlist Egils Ólafssonar hljómaði vel og ljóð hans, lagt í munn pattaralegri frelsisgyðju strax eftir hlé, sniðugt. Og leikslokin í senn grínaktug og hrollvekjandi: allir leggjast í sukk og svall, það er að segja allir hinir frjálsbornu – á meðan þrælarnir halda áfram að þræla. Ekki alveg ókunnugleg heimsmynd, er víst óhætt að segja!Niðurstaða: Vel unnin og lífleg útfærsla á 2500 ára gömlum satíruleik Aristófanesar, frekar þyngslalegu verki um afar áhugaverð pólitísk álitamál sem enn eru í fullu gildi – illu heilli! Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Þingkonurnar eftir Aristófanes í Þjóðleikhúsinu Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Tónlist: Egill Ólafsson Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Þýðing: Kristján Árnason Aristófanes er eitt af stórskáldum kómedíunnar. Sá eini sem er hægt að nefna í sömu andrá og Molière. Sumir, sem eru læsir á forn-grísku, segja að hann sé jafnvel enn stórbrotnari, fyndnari og beittari, en meistarinn franski. Samt er hann miklu minna leikinn en Molière og ástæðan er einkum sú hversu margt í ádeilu hans er bundið samtíð hans, aþenska lýðveldinu fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum. Samt er enn hægt að leika hann í dag. Það er af því að hann er einn af þeim sem eiga til að fara beint í kjarnann, svo að allar þessar aldir, sem á milli ber, hætta að skipta máli. Þingkonurnar, jólaleikrit Þjóðleikhússins, er gott dæmi um það. Þetta er alls ekki besta leikrit Aristófanesar; Lýsistrata, sem var sýnd hér í frábærri uppfærslu fyrir fjörutíu árum og við mættum gjarnan fara að sjá aftur, er miklu heilsteyptara verk, og sömuleiðis Skýin, Fuglarnir eða Froskarnir. Það er djarft af Þjóðleikhúsinu að flytja verk sem þetta, verk sem er frekar ólíklegt að nái til fjöldans. En sú dirfska er réttlætanleg. Þjóðleikhús á líka stundum að flytja verk af þessu tagi. Þingkonurnar er pólitískur dæmileikur með öfgum og ærslum að aristófanískum hætti. Sem leikverk frekar þyngslalegur og laus í reipum; einstök atriði eiga til að verða of langdregin. En efnið og sýn skáldsins á það er mjög áhugaverð. Þarna er tekið á einum helsta galla lýðræðisins: hversu auðvelt lítill meirihluti, undir forystu öflugs leiðtoga, getur átt með að ná völdum, koma á einræði og kúgun. Hugsjón lýðræðisins er göfug, en við erum ekki orðin nógu þroskuð fyrir hana, virðist skáldið vera að segja. Karlveldinu er hér steypt af stóli, með miklum látum, en kvenveldið sem við tekur er engu skárra; ef nokkuð er enn verra. Veldi karlanna var spillt, en kommúnismi kvenræðisins gengur þvert gegn mannlegu eðli. Var Aristófanes ef til vill kvenhatari, svona líkt og Strindberg? Því má hver svara fyrir sig, en ég held það sé ekki aðalatriðið í þessum leik. Benedikt Erlingsson lagar textann til og sníður að okkar tíma. Hann gerir það smekklega og úthugsað; sviðsetningin er öll snyrtileg, leikræn og lífleg, eins og allt sem frá Benedikt kemur. Ótrúlegri framsýni Forn-Grikkjans vel til skila haldið, og viðbætt skot Benedikts á okkar tíma misskiljast ekki. Leikurinn er látinn gerast í sal Alþingishússins okkar að næturþeli; það fór ánægju og undrunarkliður um salinn þegar tjaldið fór frá í fyrrakvöld og leikmyndin blasti við. Ég er nú samt hræddur um að Aristófanes sjálfur hefði tekið þá við Austurvöll fastari tökum, saxað þá í spað, sparkað í þá, nítt og hrakið, því að hann var enginn þurr ídeólóg, heldur umfram allt óborganlegt sambland af ljóðskáldi og revíudóna. Gaf sér skotleyfi á allt og alla – og þeim þýddi víst lítið að væla undan því. Hér leið manni eins og undir frekar huggulegu áramótaskaup í Sjónvarpi allra landsmanna. Maður glotti oft, hló jafnvel stöku sinnum, en varla mikið meir. Frammistaða leikenda er þokkaleg, en hvergi stórkostleg. Við finnum alltof mikið til þess hversu óvanir þeir eru flestir að flytja svona háttbundinn, upphafinn texta; hversu bágt þeir eiga með að gefa sér frelsi gagnvart honum, leika sér að áherslunum, gæða samtölin léttleik og fjölbreytni. Ég segi alls ekki að sumir hafi ekki verið betri en aðrir: Atli Rafn, Þorsteinn Bachmann og Ragnheiður Steindórsdóttir standa vel fyrir sínu, en sumir aðrir eru síðri. Harpa Arnardóttir er víða mjög fyndin í lýsingu Praxagóru, byltingarleiðtoga kvennanna, en rómurinn, frekar mjór og hrjúfur, vinnur ekki með henni. Hún kemur hugsun textans yfirleitt vel til skila undir myndvísri og hnitmiðaðri leikstjórn Benedikts, ekki síst eftir að kella sýnir klærnar, með skemmtilega stílfærðum pósum og handatilburðum, þar sem bæði hitlerskveðjunni og verkalýðshnefanum bregður fyrir. Leikgerðin er eðlilega byggð á snjallri þýðingu Kristjáns Árnasonar frá áttunda áratugnum. Hvað segja þeir nú, sem eru sífellt að tönnlast á því, að það verði að þýða öll leikrit á nokkurra áratuga fresti, af því að málið sé svo fljótt að fyrnast!? Kristján þýddi Lýsiströtu einnig afburðavel; það er mikill missir fyrir bókmenntir okkar og leiklist að leikhússtjórnendur skuli ekki hafa haft rænu á að fá þennan hógværa meistara til að þýða fleiri verk skáldsins, helst öll vitaskuld. Því að Aristófanes er eitt þeirra skálda sem hver menningarþjóð þarf að eiga á sinni eigin tungu. Og það komplett! Tónlist Egils Ólafssonar hljómaði vel og ljóð hans, lagt í munn pattaralegri frelsisgyðju strax eftir hlé, sniðugt. Og leikslokin í senn grínaktug og hrollvekjandi: allir leggjast í sukk og svall, það er að segja allir hinir frjálsbornu – á meðan þrælarnir halda áfram að þræla. Ekki alveg ókunnugleg heimsmynd, er víst óhætt að segja!Niðurstaða: Vel unnin og lífleg útfærsla á 2500 ára gömlum satíruleik Aristófanesar, frekar þyngslalegu verki um afar áhugaverð pólitísk álitamál sem enn eru í fullu gildi – illu heilli!
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira