KR-ingar í fámennan klúbb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 08:00 KR-ingurinn Darri Hilmarsson. Mynd/Daníel KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira