Hressandi prakkarasögur Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 23. desember 2013 11:00 Mói hrekkjusvín - Kúreki í Arisóna eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Bækur: Kúreki í Arisóna Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning Móa hrekkjusvín þekkja margir krakkar. Fyrsta bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um þann grallara kom út árið 2000 svo nú er komið að næstu kynslóð að kynnast honum. Nú er komin önnur bók um þann mæta pilt en hún heitir Kúreki í Arisóna. Mói, eða Marteinn Jörundur Marteinsson, er geðugur drengur og lesandanum fer strax að þykja vænt um hann. Hann er einlægur og vill engum illt, þrátt fyrir að álpast stundum út í einhver skammarstrik og lenda stundum upp á kant við aðra. Í bókinni segir hann okkur meðal annars hreinskilnislega frá tveimur ólíkum vinum sínum; annars vegar dúkkustráknum Góa mínum sem honum þykir afskaplega vænt um og hins vegar hinum ósýnilega Byssu-Jóa sem er amerískur kúreki sem eltir Móa hvert sem hann fer. Bókin samanstendur af nokkrum frásögnum af prakkarastrikum Móa, sem oftar en ekki eru ómeðvituð. Þar koma við sögu foreldrar Móa, nágrannar, kennarar og ýmsir ættingjar. Prakkarasögurnar bera keim af endurminningum og raunar gerast þær meðan herinn er enn á landinu, að minnsta kosti kemur herstöðin við sögu í einni þeirra. Þær minna óneitanlega á sögurnar af hinum uppátækjasama Litla Lása (Le Petit Nicholas) eftir René Goscinny og Jean-Jaques Sempé. Hann skemmtir lesendum á öllum aldri, sem Mói gerir sannarlega líka og hér er á ferðinni bók sem foreldrar munu eflaust hlakka til að lesa upphátt fyrir svefninn. Myndlýsingar Lindu Ólafsdóttur eru hreint út sagt frábærar. Hún nær fram karakter sögunnar og persónurnar lifna við í vönduðum, svarthvítum teikningum á blaðsíðum bókarinnar. Letrið er stórt og auðlæsilegt svo bókin er tilvalin fyrir unga lestrarhesta fyrir svefninn. Hún er létt aflestrar og söguþráðurinn er skemmtilegur – reyndar brjálæðislega fyndinn á köflum – svo hann heldur manni alveg við efnið. Söguhetjan er sem sagt einlægi prakkarinn Mói, sem stundum missir stjórn á skapi sínu. Vart þarf að taka fram að bókin hentar að sjálfsögðu bæði stelpum og strákum og jafnvel konum og körlum ef út í það er farið.Niðurstaða: Hrikalega skemmtileg og falleg barnabók sem fullorðnir lesendur ættu einnig að hafa gaman af. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur: Kúreki í Arisóna Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning Móa hrekkjusvín þekkja margir krakkar. Fyrsta bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um þann grallara kom út árið 2000 svo nú er komið að næstu kynslóð að kynnast honum. Nú er komin önnur bók um þann mæta pilt en hún heitir Kúreki í Arisóna. Mói, eða Marteinn Jörundur Marteinsson, er geðugur drengur og lesandanum fer strax að þykja vænt um hann. Hann er einlægur og vill engum illt, þrátt fyrir að álpast stundum út í einhver skammarstrik og lenda stundum upp á kant við aðra. Í bókinni segir hann okkur meðal annars hreinskilnislega frá tveimur ólíkum vinum sínum; annars vegar dúkkustráknum Góa mínum sem honum þykir afskaplega vænt um og hins vegar hinum ósýnilega Byssu-Jóa sem er amerískur kúreki sem eltir Móa hvert sem hann fer. Bókin samanstendur af nokkrum frásögnum af prakkarastrikum Móa, sem oftar en ekki eru ómeðvituð. Þar koma við sögu foreldrar Móa, nágrannar, kennarar og ýmsir ættingjar. Prakkarasögurnar bera keim af endurminningum og raunar gerast þær meðan herinn er enn á landinu, að minnsta kosti kemur herstöðin við sögu í einni þeirra. Þær minna óneitanlega á sögurnar af hinum uppátækjasama Litla Lása (Le Petit Nicholas) eftir René Goscinny og Jean-Jaques Sempé. Hann skemmtir lesendum á öllum aldri, sem Mói gerir sannarlega líka og hér er á ferðinni bók sem foreldrar munu eflaust hlakka til að lesa upphátt fyrir svefninn. Myndlýsingar Lindu Ólafsdóttur eru hreint út sagt frábærar. Hún nær fram karakter sögunnar og persónurnar lifna við í vönduðum, svarthvítum teikningum á blaðsíðum bókarinnar. Letrið er stórt og auðlæsilegt svo bókin er tilvalin fyrir unga lestrarhesta fyrir svefninn. Hún er létt aflestrar og söguþráðurinn er skemmtilegur – reyndar brjálæðislega fyndinn á köflum – svo hann heldur manni alveg við efnið. Söguhetjan er sem sagt einlægi prakkarinn Mói, sem stundum missir stjórn á skapi sínu. Vart þarf að taka fram að bókin hentar að sjálfsögðu bæði stelpum og strákum og jafnvel konum og körlum ef út í það er farið.Niðurstaða: Hrikalega skemmtileg og falleg barnabók sem fullorðnir lesendur ættu einnig að hafa gaman af.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira