Að ganga aftur út og suður Þorsteinn Pálsson skrifar 21. desember 2013 06:00 Kjarasamningar eru sérstakrar náttúru. Á endanum er alltaf samið hversu oft sem slitnar upp úr. Þeir sem sitja andspænis við samningaborðið vita að um síðir verður skrifað undir. Valið er ekki hvort ganga á til samninga, aðeins hvenær. Í byrjun vikunnar strönduðu viðræður verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins í annað sinn. Það er þekkt uppákoma en veldur meiri vonbrigðum nú en jafnan áður. Oft hefur verið þörf á samræmdri stefnu í ríkisfjármálum, peningamálum og launamálum en aldrei meiri nauðsyn en nú. Viðræðuströndin vekja þar af leiðandi þann ugg að á þessum þremur mikilvægu sviðum í búskap þjóðarinnar gangi menn út og suður þegar upp verður staðið. Hættan er að viðreisn landsins sitji á hakanum annað kjörtímabilið eftir hrun af því að ekki er nægjanleg samstaða um hvaða braut á að halda. Í vor sem leið sást glæta fram undan. Vinstristjórnin var að fara frá. Henni hafði mistekist að sameina kraftana með þátttöku aðila vinnumarkaðarins. Þeir gáfu á sama tíma út að vilji þeirra stæði til að gera langtímasamninga sem byggðu á stöðugleika. Það voru ekki tóm orð. Að baki lá mikil vinna og könnun á því hvernig slíkum markmiðum hefur verið náð á Norðurlöndum. Þegar ný ríkisstjórn var mynduð urðu aðilar vinnumarkaðarins sammála um að ekki væri unnt að gera langtímastöðugleikasamning vegna óvissu með stjórnarstefnuna. Þetta var ekki bara áfall fyrir ríkisstjórnina heldur mikil vonbrigði fyrir alla þá er vildu ógjarnan sjá menn ganga aftur út og suður.Hver var óvissan? Þá er spurningin: Í hverju lá óvissan sem aðilar vinnumarkaðarins vísuðu til? Ekki gat það verið stefnan um hallalaus fjárlög. Hún var skýr. Og reynslan sýnir nú að hún var gerleg. Óvissan var loforð Framsóknarflokksins um þrjúhundruð milljarða króna heimsmet í skuldaniðurgreiðslum fyrir einstaklinga. Meðan það hékk í lausu lofti var skiljanlega enginn grundvöllur fyrir stöðugleikahugsun. Ríkisstjórnin setti stöðugleika sem markmið en stjórnarflokkarnir gengu út og suður að því. Nú liggur fyrir að efndirnar verða þriðjungur af loforðinu. Ljóst er að margir sem að undirbúningi málsins komu hafa hlustað á aðvaranir. Þeir eiga miklar þakkir skildar. Eigi að síður setja aðgerðirnar strik í reikninginn. Í greiningu innlendra og erlendra stofnana á aðgerðunum birtast engar dómsdagsspár. Sumar þeirra sýna óverulegar breytingar á leiðinni að stöðugleikamarkmiðinu. Aðrar gera ráð fyrir að þær lengi nokkuð leiðina að því. Vandinn er að enginn telur að mesta millifærsla skattpeninga í sögunni hafi verið nýtt til að stytta leiðina. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ríkisstjórnin átti þess kost að nýta tímabundna skattheimtumöguleika til þess að lækka skuldir ríkissjóðs. Óumdeilt er að það hefði stytt leiðina að stöðugleikamarkmiðinu. Í staðinn var valin leið sem þrengir möguleikana á að viðhalda jöfnuði í ríkisfjármálunum þegar líður á kjörtímabilið. Niðurstaðan er að óvissan er minni en við stjórnarmyndunina en henni hefur ekki verið eytt. Það er aftur forsenda fyrir því trausti sem þarf að ríkja til að kjarasamningar geti fallið að stöðugleikamarkmiðinu.Ekki er öll nótt úti Vinstristjórnin hafði ekki lag á að samræma ráðstafanir sínar og athafnir að settum markmiðum. Hún sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu en kaus jafnframt að hefja þá vegferð með stríði við höfuðatvinnugrein þjóðarinnar. Það lengdi leiðina. Hún setti sér það markmið að taka upp evru í stað krónunnar en ákvað samtímis að slá á frest markmiðinu um hallalaus fjárlög. Það lengdi leiðina verulega. Nýja ríkisstjórnin er í nokkurri hættu að lenda í sams konar vegvillum þó að þær lúti ekki alfarið að sömu málum. Það er lítil eftirspurn eftir slíkum afturgöngum. Án fölskvaleysis og einbeitni við að samræma allar aðgerðir að stöðugleikamarkmiðinu verður æ snúnara að kalla eftir ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Sú staðreynd að afgangur af utanríkisviðskiptum dugar ekki fyrir afborgunum af erlendum lánum þrengir möguleika til aukinnar einkaneyslu. Brýn þörf er á vaxandi sparnaði til að örva fjárfestingu. Lífskjörin batna heldur ekki án aukinnar framleiðni; í þeim efnum stöndum við langt að baki öðrum þjóðum. Ríkisstjórnin hefur ekki skýrt fyrir almenningi hvernig hún hyggst ná tökum á þessum viðfangsefnum. Þó að mikilvægt tækifæri hafi glatast er ekki öll nótt úti enn. En þá þarf forsætisráðherra að sýna nýtt frumkvæði sem getur orðið grundvöllur að því trausti sem kallað er eftir. Boð til aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega efnahagsáætlun væri nýmæli, að vísu ekki áhættulaust, en gæti verið það sameiginlega haldreipi sem þörf er á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Kjarasamningar eru sérstakrar náttúru. Á endanum er alltaf samið hversu oft sem slitnar upp úr. Þeir sem sitja andspænis við samningaborðið vita að um síðir verður skrifað undir. Valið er ekki hvort ganga á til samninga, aðeins hvenær. Í byrjun vikunnar strönduðu viðræður verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins í annað sinn. Það er þekkt uppákoma en veldur meiri vonbrigðum nú en jafnan áður. Oft hefur verið þörf á samræmdri stefnu í ríkisfjármálum, peningamálum og launamálum en aldrei meiri nauðsyn en nú. Viðræðuströndin vekja þar af leiðandi þann ugg að á þessum þremur mikilvægu sviðum í búskap þjóðarinnar gangi menn út og suður þegar upp verður staðið. Hættan er að viðreisn landsins sitji á hakanum annað kjörtímabilið eftir hrun af því að ekki er nægjanleg samstaða um hvaða braut á að halda. Í vor sem leið sást glæta fram undan. Vinstristjórnin var að fara frá. Henni hafði mistekist að sameina kraftana með þátttöku aðila vinnumarkaðarins. Þeir gáfu á sama tíma út að vilji þeirra stæði til að gera langtímasamninga sem byggðu á stöðugleika. Það voru ekki tóm orð. Að baki lá mikil vinna og könnun á því hvernig slíkum markmiðum hefur verið náð á Norðurlöndum. Þegar ný ríkisstjórn var mynduð urðu aðilar vinnumarkaðarins sammála um að ekki væri unnt að gera langtímastöðugleikasamning vegna óvissu með stjórnarstefnuna. Þetta var ekki bara áfall fyrir ríkisstjórnina heldur mikil vonbrigði fyrir alla þá er vildu ógjarnan sjá menn ganga aftur út og suður.Hver var óvissan? Þá er spurningin: Í hverju lá óvissan sem aðilar vinnumarkaðarins vísuðu til? Ekki gat það verið stefnan um hallalaus fjárlög. Hún var skýr. Og reynslan sýnir nú að hún var gerleg. Óvissan var loforð Framsóknarflokksins um þrjúhundruð milljarða króna heimsmet í skuldaniðurgreiðslum fyrir einstaklinga. Meðan það hékk í lausu lofti var skiljanlega enginn grundvöllur fyrir stöðugleikahugsun. Ríkisstjórnin setti stöðugleika sem markmið en stjórnarflokkarnir gengu út og suður að því. Nú liggur fyrir að efndirnar verða þriðjungur af loforðinu. Ljóst er að margir sem að undirbúningi málsins komu hafa hlustað á aðvaranir. Þeir eiga miklar þakkir skildar. Eigi að síður setja aðgerðirnar strik í reikninginn. Í greiningu innlendra og erlendra stofnana á aðgerðunum birtast engar dómsdagsspár. Sumar þeirra sýna óverulegar breytingar á leiðinni að stöðugleikamarkmiðinu. Aðrar gera ráð fyrir að þær lengi nokkuð leiðina að því. Vandinn er að enginn telur að mesta millifærsla skattpeninga í sögunni hafi verið nýtt til að stytta leiðina. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ríkisstjórnin átti þess kost að nýta tímabundna skattheimtumöguleika til þess að lækka skuldir ríkissjóðs. Óumdeilt er að það hefði stytt leiðina að stöðugleikamarkmiðinu. Í staðinn var valin leið sem þrengir möguleikana á að viðhalda jöfnuði í ríkisfjármálunum þegar líður á kjörtímabilið. Niðurstaðan er að óvissan er minni en við stjórnarmyndunina en henni hefur ekki verið eytt. Það er aftur forsenda fyrir því trausti sem þarf að ríkja til að kjarasamningar geti fallið að stöðugleikamarkmiðinu.Ekki er öll nótt úti Vinstristjórnin hafði ekki lag á að samræma ráðstafanir sínar og athafnir að settum markmiðum. Hún sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu en kaus jafnframt að hefja þá vegferð með stríði við höfuðatvinnugrein þjóðarinnar. Það lengdi leiðina. Hún setti sér það markmið að taka upp evru í stað krónunnar en ákvað samtímis að slá á frest markmiðinu um hallalaus fjárlög. Það lengdi leiðina verulega. Nýja ríkisstjórnin er í nokkurri hættu að lenda í sams konar vegvillum þó að þær lúti ekki alfarið að sömu málum. Það er lítil eftirspurn eftir slíkum afturgöngum. Án fölskvaleysis og einbeitni við að samræma allar aðgerðir að stöðugleikamarkmiðinu verður æ snúnara að kalla eftir ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Sú staðreynd að afgangur af utanríkisviðskiptum dugar ekki fyrir afborgunum af erlendum lánum þrengir möguleika til aukinnar einkaneyslu. Brýn þörf er á vaxandi sparnaði til að örva fjárfestingu. Lífskjörin batna heldur ekki án aukinnar framleiðni; í þeim efnum stöndum við langt að baki öðrum þjóðum. Ríkisstjórnin hefur ekki skýrt fyrir almenningi hvernig hún hyggst ná tökum á þessum viðfangsefnum. Þó að mikilvægt tækifæri hafi glatast er ekki öll nótt úti enn. En þá þarf forsætisráðherra að sýna nýtt frumkvæði sem getur orðið grundvöllur að því trausti sem kallað er eftir. Boð til aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega efnahagsáætlun væri nýmæli, að vísu ekki áhættulaust, en gæti verið það sameiginlega haldreipi sem þörf er á.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun