Birna: Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 08:30 Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttir í lok síðasta tímabils. Mynd/Daníel „Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
„Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira