Skammstafanir og möppudýr Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. desember 2013 07:00 Það þarf nú ekki að koma nokkrum manni á óvart hvernig möppudýr með excelskjal fyrir sjóndeildarhring bregðast við róttækustu aðgerð í heimi í þágu skuldsettra heimila. Már seðlabankastjóri og peningastefnunefnd bankans voru með tóm leiðindi, eins og við mátti búast. Peningastefnunefndin telur líklegt að stóra skuldaleiðréttingin muni auka verðbólgu og skapa þrýsting á lækkun krónunnar. Þessu liði með hagfræðiprófin finnst að „við útfærslu aðgerðanna ætti að huga að því með hvaða hætti megi draga úr neikvæðum hliðarverkunum þeirra á viðskiptajöfnuð og verðbólgu og minnka þannig þörfina á mótvægisaðgerðum peningastefnunnar.“ Píp. Ekki er seðlabankastjórinn skárri. Hann gerði lítið úr útreikningum ráðgjafarfyrirtækis með þrjá starfsmenn, sem reiknaði út fyrir ríkisstjórnina að skuldaniðurfærslan myndi ekki auka verðbólgu. „Ég ætla ekki að fara í neinn palladóm um þá skýrslu en við munum auðvitað hafa miklu meiri tíma til að gera þessa úttekt.Við erum með miklu þróaðra líkan til þess að meta áhrifin,“ sagði Már af alveg týpískum seðlabankahroka. Þetta verður að kallast sérkennileg nálgun og bendir til að Seðlabankinn sé kominn í pólitík, frekar en að passa upp á verðbólgu og fjármálastöðugleika eins og honum er ætlað. Nú þarf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að berja í borðið og endurtaka heitstrengingar sínar: „Við látum ekki Seðlabankann stöðva okkur.“ Svo er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Kvenmaður á hans vegum, með nafn sem byrjar á zetu, sagði í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna í gær að skuldaleiðréttingaraðgerðirnar væru misráðnar. AGS finnst ennþá að séu á annað borð til peningar í ríkissjóði eigi að nota þá til að borga niður skuldir allra skattgreiðenda í staðinn fyrir að lækka húsnæðisskuldir sumra. Þessum talsmanni sjóðsins finnst líka áhætta í því fólgin að peningarnir sem bankaskatturinn á að skila í ríkissjóð séu enn ekki í hendi og að kannski komi þeir alls ekki í ríkissjóð ef dómstólar dæma bankaskattinn ólöglegan. Af öllu má nú hafa áhyggjur. Svo bætir AGS um betur með því að benda á að með skuldalækkunaraðgerðunum muni fólk borga lánin sín hjá Íbúðalánasjóði hraðar niður. Þannig muni fjármögnunarvandi sjóðsins fara vaxandi og skattgreiðendur (allir, ekki bara þessir sem fá skuldaleiðréttingu) muni þurfa að leggja sjóðnum til enn meiri peninga á næstu árum. Vá. Eigum við að þurfa að hlusta á þetta? Hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nokkurn tímann ráðið Íslendingum heilt eða gert nokkuð til að hjálpa okkur? Nú þarf forsætisráðherrann aftur að taka af skarið. Hann þarf að endurtaka, og kannski bæta aðeins í, ummæli sín frá því að AGS og OECD gagnrýndu skuldalækkunaráformin: „Hvað hins vegar OECD varðar, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allar þessar stofnanir, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp.“ Já! Láta þá heyra það, Sigmundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Það þarf nú ekki að koma nokkrum manni á óvart hvernig möppudýr með excelskjal fyrir sjóndeildarhring bregðast við róttækustu aðgerð í heimi í þágu skuldsettra heimila. Már seðlabankastjóri og peningastefnunefnd bankans voru með tóm leiðindi, eins og við mátti búast. Peningastefnunefndin telur líklegt að stóra skuldaleiðréttingin muni auka verðbólgu og skapa þrýsting á lækkun krónunnar. Þessu liði með hagfræðiprófin finnst að „við útfærslu aðgerðanna ætti að huga að því með hvaða hætti megi draga úr neikvæðum hliðarverkunum þeirra á viðskiptajöfnuð og verðbólgu og minnka þannig þörfina á mótvægisaðgerðum peningastefnunnar.“ Píp. Ekki er seðlabankastjórinn skárri. Hann gerði lítið úr útreikningum ráðgjafarfyrirtækis með þrjá starfsmenn, sem reiknaði út fyrir ríkisstjórnina að skuldaniðurfærslan myndi ekki auka verðbólgu. „Ég ætla ekki að fara í neinn palladóm um þá skýrslu en við munum auðvitað hafa miklu meiri tíma til að gera þessa úttekt.Við erum með miklu þróaðra líkan til þess að meta áhrifin,“ sagði Már af alveg týpískum seðlabankahroka. Þetta verður að kallast sérkennileg nálgun og bendir til að Seðlabankinn sé kominn í pólitík, frekar en að passa upp á verðbólgu og fjármálastöðugleika eins og honum er ætlað. Nú þarf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að berja í borðið og endurtaka heitstrengingar sínar: „Við látum ekki Seðlabankann stöðva okkur.“ Svo er það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Kvenmaður á hans vegum, með nafn sem byrjar á zetu, sagði í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna í gær að skuldaleiðréttingaraðgerðirnar væru misráðnar. AGS finnst ennþá að séu á annað borð til peningar í ríkissjóði eigi að nota þá til að borga niður skuldir allra skattgreiðenda í staðinn fyrir að lækka húsnæðisskuldir sumra. Þessum talsmanni sjóðsins finnst líka áhætta í því fólgin að peningarnir sem bankaskatturinn á að skila í ríkissjóð séu enn ekki í hendi og að kannski komi þeir alls ekki í ríkissjóð ef dómstólar dæma bankaskattinn ólöglegan. Af öllu má nú hafa áhyggjur. Svo bætir AGS um betur með því að benda á að með skuldalækkunaraðgerðunum muni fólk borga lánin sín hjá Íbúðalánasjóði hraðar niður. Þannig muni fjármögnunarvandi sjóðsins fara vaxandi og skattgreiðendur (allir, ekki bara þessir sem fá skuldaleiðréttingu) muni þurfa að leggja sjóðnum til enn meiri peninga á næstu árum. Vá. Eigum við að þurfa að hlusta á þetta? Hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nokkurn tímann ráðið Íslendingum heilt eða gert nokkuð til að hjálpa okkur? Nú þarf forsætisráðherrann aftur að taka af skarið. Hann þarf að endurtaka, og kannski bæta aðeins í, ummæli sín frá því að AGS og OECD gagnrýndu skuldalækkunaráformin: „Hvað hins vegar OECD varðar, og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og allar þessar stofnanir, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvað hinum og þessum skammstöfunum finnst um þetta frumvarp.“ Já! Láta þá heyra það, Sigmundur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun