Prinsinn með augu á krúnu Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2013 06:30 Sebastian Vettel. Mynd/NordicPhotos/Getty Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á árunum 1994 til 2004 og það bjóst örugglega enginn við því að formúlan eignaðist annan eins yfirburðamann. Annað hefur komið á daginn og flest yfirburðatölfræðimet Schumachers eru nú annaðhvort fallin eða í mikilli hættu. Fréttablaðið skoðar í dag aðeins betur þetta magnaða metár Sebastians Vettel. Sebastian Vettel hefur þegar hreinsað upp helstu aldursmetin í formúlunni enda talsvert yngri en þegar Schumacher komst í flokk þeirra bestu en jafnframt því hafa yfirburðir þessa 26 ára Þjóðverja verið slíkir að fá met standa nú eftir óhögguð. Níu sigrar Sebastians Vettel í röð á 91 degi eftir að formúlan kom aftur úr sumarfríi í ágúst teljast nú örugglega hans stærsta afrek til þessa á mögnuðum ferli sem er þó bara rétt að byrja. Vettel missti hvorki einbeitingu né hungur við að tryggja sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Hann hélt áfram og varð sá fyrsti til að vinna níu keppnir í röð á einu tímabili. Vettel jafnaði einnig met Ítalans Alberto Ascari sem vann níu keppnir í röð á árunum 1952 og 1953 og komst upp að hlið Michaels Schumacher með því að vinna þrettánda kappaksturinn í röð á tímabilinu. Schumacher náði því árið 2004 en mót ársins voru þá einu færri en í ár.Michael Schumacher tjáði sig um afrek Sebastians Vettel í viðtali á vegum Mercedes-liðsins sem birtist á YouTube-vefnum. „Hann vann þrettán keppnir en liðsfélagi hans Mark Webber vann enga. Það er sjokkerandi. Ég er feginn að vera ekki liðsfélagi hans,“ sagði Michael Schumacher en Mark Webber hætti í formúlunni eftir tímabilið. Schumacher fagnar samt árangri landa síns. „Ef einhver getur bætt öll þessi met þá vil ég að það verði hann,“ bætti Schumacher við. Það kvarta örugglega margir yfir spennulausri formúlu enda gengur áætlun Sebastians Vettel oftast fullkomlega upp. Hann er á frábærum bíl og er oftast í fremstu röð í ræsingu. Það gefur honum jafnan færi á að komast í forystu í upphafi keppni og keyra síðan fremstur alla leið í mark. Hann er bara 26 ára gamall en heimsmeistaratitlarnir eru þegar orðnir fjórir. Á sama aldri var Schumacher nýbúinn að landa öðrum titli sínum en vann síðan ekki þann þriðja fyrr en fimm árum síðar. Þá tóku við mestu yfirburðir í sögu formúlu eitt þegar Michael Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Það er svo sem ekkert annað í spilunum en að Vettel jafni það met árið 2014. Aðdáendur formúlu eitt vilja að sjálfsögðu meiri keppni en hver getur ekki annað en dáðst að hinum léttlynda og hógværa Þjóðverja Sebastian Vettel sem verður eftir nokkur ár búinn að hrifsa krúnuna af Schumacher.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/AFPMynd/NordicPhotos/Getty Formúla Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla á árunum 1994 til 2004 og það bjóst örugglega enginn við því að formúlan eignaðist annan eins yfirburðamann. Annað hefur komið á daginn og flest yfirburðatölfræðimet Schumachers eru nú annaðhvort fallin eða í mikilli hættu. Fréttablaðið skoðar í dag aðeins betur þetta magnaða metár Sebastians Vettel. Sebastian Vettel hefur þegar hreinsað upp helstu aldursmetin í formúlunni enda talsvert yngri en þegar Schumacher komst í flokk þeirra bestu en jafnframt því hafa yfirburðir þessa 26 ára Þjóðverja verið slíkir að fá met standa nú eftir óhögguð. Níu sigrar Sebastians Vettel í röð á 91 degi eftir að formúlan kom aftur úr sumarfríi í ágúst teljast nú örugglega hans stærsta afrek til þessa á mögnuðum ferli sem er þó bara rétt að byrja. Vettel missti hvorki einbeitingu né hungur við að tryggja sér fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Hann hélt áfram og varð sá fyrsti til að vinna níu keppnir í röð á einu tímabili. Vettel jafnaði einnig met Ítalans Alberto Ascari sem vann níu keppnir í röð á árunum 1952 og 1953 og komst upp að hlið Michaels Schumacher með því að vinna þrettánda kappaksturinn í röð á tímabilinu. Schumacher náði því árið 2004 en mót ársins voru þá einu færri en í ár.Michael Schumacher tjáði sig um afrek Sebastians Vettel í viðtali á vegum Mercedes-liðsins sem birtist á YouTube-vefnum. „Hann vann þrettán keppnir en liðsfélagi hans Mark Webber vann enga. Það er sjokkerandi. Ég er feginn að vera ekki liðsfélagi hans,“ sagði Michael Schumacher en Mark Webber hætti í formúlunni eftir tímabilið. Schumacher fagnar samt árangri landa síns. „Ef einhver getur bætt öll þessi met þá vil ég að það verði hann,“ bætti Schumacher við. Það kvarta örugglega margir yfir spennulausri formúlu enda gengur áætlun Sebastians Vettel oftast fullkomlega upp. Hann er á frábærum bíl og er oftast í fremstu röð í ræsingu. Það gefur honum jafnan færi á að komast í forystu í upphafi keppni og keyra síðan fremstur alla leið í mark. Hann er bara 26 ára gamall en heimsmeistaratitlarnir eru þegar orðnir fjórir. Á sama aldri var Schumacher nýbúinn að landa öðrum titli sínum en vann síðan ekki þann þriðja fyrr en fimm árum síðar. Þá tóku við mestu yfirburðir í sögu formúlu eitt þegar Michael Schumacher vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Það er svo sem ekkert annað í spilunum en að Vettel jafni það met árið 2014. Aðdáendur formúlu eitt vilja að sjálfsögðu meiri keppni en hver getur ekki annað en dáðst að hinum léttlynda og hógværa Þjóðverja Sebastian Vettel sem verður eftir nokkur ár búinn að hrifsa krúnuna af Schumacher.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/AFPMynd/NordicPhotos/Getty
Formúla Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn