Fagri, fagri Schubert Jónas Sen skrifar 3. desember 2013 13:00 Edda Erlendsdóttir Tónlist: Edda Erlendsdóttir. Schubert, Liszt, Scönberg, Berg Erma Edda Erlendsdóttir er líklega sá íslenski píanóleikari sem hefur sent frá sér flesta geisladiska. Sá nýjasti inniheldur fjölbreytta dagskrá. Toppurinn samanstendur af þremur píanóstykkjum D. 946 eftir Schubert. Þau eru forkunnarfögur og Edda spilar þau af yfirburðum. Túlkunin er full af alúð og andagift, innlifun og einlægni. Maður getur hlustað á þennan hluta disksins aftur og aftur. Nokkuð síðri er flutningurinn á fjórum framúrstefnulegum verkum eftir Liszt. Leikur Eddu er stundum ansi varfærnislegur. Það vantar einhvern galdur í hann. Ég kemst t.d. ekki hjá því að bera Bagatellu án tóntegundar saman við einstaklega seiðandi túlkun Alfreds Brendels á henni. Hún kom út fyrir nokkrum áratugum en er aðgengileg á YouTube. Miklu meiri leikur og skáldskapur er í spilamennsku Brendels. Það mættu vera ríkulegri tilþrif hjá Eddu, bæði í þessu verki og hinum líka eftir Liszt. Þrjú stykki op. 11 eftir Schönberg eru hins vegar óaðfinnanleg og sama er uppi á teningnum hvað varðar sónötu op. 1 eftir Alban Berg. Hún er margbrotin og spennandi í túlkun Eddu. Upptakan vekur þó upp spurningar. Hljómurinn er dálítið skrýtinn, það skortir glansinn sem maður er vanur að heyra á einleiksplötum af þessu tagi. Meiri fagmennska hefði verið æskileg þegar svo vandaður píanóleikari er annars vegar.Niðurstaða: Oftast glæsileg spilamennska, sérstaklega Schubert, en upptakan mætti vera betri. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist: Edda Erlendsdóttir. Schubert, Liszt, Scönberg, Berg Erma Edda Erlendsdóttir er líklega sá íslenski píanóleikari sem hefur sent frá sér flesta geisladiska. Sá nýjasti inniheldur fjölbreytta dagskrá. Toppurinn samanstendur af þremur píanóstykkjum D. 946 eftir Schubert. Þau eru forkunnarfögur og Edda spilar þau af yfirburðum. Túlkunin er full af alúð og andagift, innlifun og einlægni. Maður getur hlustað á þennan hluta disksins aftur og aftur. Nokkuð síðri er flutningurinn á fjórum framúrstefnulegum verkum eftir Liszt. Leikur Eddu er stundum ansi varfærnislegur. Það vantar einhvern galdur í hann. Ég kemst t.d. ekki hjá því að bera Bagatellu án tóntegundar saman við einstaklega seiðandi túlkun Alfreds Brendels á henni. Hún kom út fyrir nokkrum áratugum en er aðgengileg á YouTube. Miklu meiri leikur og skáldskapur er í spilamennsku Brendels. Það mættu vera ríkulegri tilþrif hjá Eddu, bæði í þessu verki og hinum líka eftir Liszt. Þrjú stykki op. 11 eftir Schönberg eru hins vegar óaðfinnanleg og sama er uppi á teningnum hvað varðar sónötu op. 1 eftir Alban Berg. Hún er margbrotin og spennandi í túlkun Eddu. Upptakan vekur þó upp spurningar. Hljómurinn er dálítið skrýtinn, það skortir glansinn sem maður er vanur að heyra á einleiksplötum af þessu tagi. Meiri fagmennska hefði verið æskileg þegar svo vandaður píanóleikari er annars vegar.Niðurstaða: Oftast glæsileg spilamennska, sérstaklega Schubert, en upptakan mætti vera betri.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira