Stórveldin ríða hvort öðru að fullu Illugi Jökulsson skrifar 30. nóvember 2013 16:00 Það er sama hvar borið er niður í mannkynssögunni, alls staðar spretta upp magnaðar sögur sem krefjast þess að vera sagðar. Aldrei þessu vant vannst mér ekki pláss til að rekja flækjusögu síðustu viku til enda, og kannski ekki að undra því þar var gríðarleg saga á ferð og átti eftir að reynast í meira lagi áhrifarík. Það er sagan um Heraklíus Býsanskeisara og Khosrá Persakóng, en þar var komið þeirri sögu að sá síðarnefndi Persakóngur virtist standa með pálmann í höndunum, hann hafði lagt undir sig nokkur þau lönd sem höfðu allt frá því á fyrstu öld fyrir Krist tilheyrt Rómaveldi og síðan Býsans: Sýrland, Egiftaland, Palestínu. Eftir stóð Býsansríkið með ýmsar lendur í Norður-Afríku og hér og hvar á Ítalíu, en var líka lemstrað á Balkanskaga og jafnvel í Litlu-Asíu sjálfri (nú Tyrklandi) þar fóru persneskir herir um eins og þeim sýndist og veifuðu bryntröllum sínum í augsýn íbúa í Konstantínópel. Þetta var laust upp úr árinu 620 og þá voru 150 ár síðan Rómaveldi féll í Vestur-Evrópu, nú virtist allt útlit fyrir að austurhlutinn færi sömu leið. Og svo sem mála sannast að það var aðeins með naumindum sem hægt var að kalla Býsansríkið „rómverskt“ þegar hér var komið sögu, Heraklíus hafði til að mynda lagt af latínu sem opinbert tungumál ríkisins og tekið upp grísku. Latína hafði reyndar aldrei verið töluð af þorra fólks í Býsansríkinu og yfirstéttin hafði líka lagt hana af fyrir löngu en menn höfðu þó puðað við að nota hana áfram í hinni æðstu stjórnsýslu við keisarahirðina – nú var það brúk líka fyrir bí og stjórnvaldsákvarðanir Heraklíusar keisara voru festar á papýrus með hinum mjúku línum grískunnar en ekki harðneskjulegum strikum latínuletursins. En var þetta of seint í rassinn gripið hjá Heraklíusi? Yrði grískan fljótlega úrelt líka við Hellusundið þar sem Konstantínópel stóð á rústum hinnar gömlu grísku borgar Býzantíum? Mundi persneska brátt hljóma þar milli múrveggjanna þegar Khosrá kóngur og liðsmenn brytust inn í borgina og stæðu yfir höfuðsvörðum Heraklíusar?Guð hjálpi Rómverjum Já, vissulega var allt útlit fyrir það. Heraklíus hafði fram að þessu sýnt lítinn dug við varnir borgarinnar og ríkisins, hann hlýtur að hafa hugsað öðruhvoru til þeirrar stundar þegar hann steypti fyrirrennara sínum Phocasi af stóli og Phocas hæddist að honum og spurði hvort honum myndi nokkuð takast betur upp en sér við ríkisstjórnina, en þessu reiddist Heraklíus svo að hann drap Phocas eigin hendi. En nú var sem sé útlit fyrir að stefndi í svo magnað klúður hjá Heraklíusi að ríkið sjálft myndi varla lifa það af, og Heraklíus íhugaði að yfirgefa höfuðborgina og láta hana Persum eftir – enda sáust kyndlar þeirra flökta í námunda við borgina þegar rökkvaði og Heraklíus hafði ljóslega ekki bolmagn til að hrekja þá brott. Hann hafði þegar árið 615 látið slá nýjan pening með áletruninni „Deus adiuta Romanis“ sem þýðir „Guð hjálpi Rómverjum“, því Býsansmenn kölluðu sig ennþá Rómverja þótt þeir væru hættir að tala latínu og létu sig litlu skipta borgina á Tíberbökkum, en svona vesældarleg og veimilitítuleg áletrun hafði aldrei verið á rómverskum peningi, þar höfðu menn treyst í þúsund ár á herinn og harðneskjuna, en ekki verið með bænakvak þegar hætta steðjaði að. Enda dugði þessi bæn lítt eða ekki, Persakóngur hélt áfram í mörg ár að lima sundur Býsansríkið og þegar hann náði Egiftalandi hafði hann sent Býsanskeisara svohljóðandi bréf: „Khosrá, mestur guða og herra heimsins, skrifar Heraklíusi, hinum illa og vitskerta þræli sínum. Hví neitar þú enn að gangast undir ok vort og kallar þig kóng? Hef ég ekki lagt Grikkina að velli? Þú segist treysta guði þínum. Því hefur hann þá ekki frelsað úr mínum höndum Caesareu og Jerúsalem [í Palestínu] eða Alexandríu? Og munum vér ekki einnig eyðileggja Konstantínópel? En ég mun fyrirgefa þér ruglið ef þú lýtur oss og kemur hingað með konu þinni og börnum, og ég mun gefa þér spildu með vínviðarrunnum og ólífulundi og líta hlýlega til þín. Ekki blekkja sjálfan þig með trú á þennan Krist, sem ekki tókst að bjarga sér undan Gyðingunum sem drápu hann með því að negla hann á kross. Jafnvel þótt þú reynir að fela þig dýpst á hafsbotni, þá munum vér rétta út hönd vora og klófesta þig, hvort sem þú vilt eða ekki.“ Svona bréf hefur ekki verið skemmtilegt fyrir Býsanskeisara að fá, og draugar Ágústusar, Konstanínusar og Jústiníanusar hafa áreiðanlega hrist hausinn ávítandi yfir Heraklíusi þegar hann þurfti að hlýða á þennan boðskap. Ekki síst af því lengst af var ekki útlit fyrir annað en að Heraklíus yrði að láta þessa ósvífni yfir sig ganga. En rétt í þann mund að keisarinn ætlaði að lúpast brott frá Konstantínópel og leita hælis í Karþagó, þá taldi Sergíus nokkur í hann kjark, enginn smákall reyndar, heldur patríarkinn í höfuðborginni, sem sé æðsti maður kirkjunnar, hann beinlínis skipaði Heraklíusi að snúa tafarlaust vörn í sókn gegn Persum, ekki vera með þennan aumingjaskap, og Sergíus opnaði fjárhirslur kirkjunnar og þangað sótti Heraklíus nú ógrynni fjár til að borga nýjan her sem stefnt skyldi til úrslitaorrustu gegn Persum. Og hann hafði fleiri klær úti – hækkaði skatta, lækkaði laun embættismanna um helming, lagði þungar sektir á spillta stjórnmálamenn, og fékk að bræða niður heilmikið af bronsstyttum og skrautgripum kirkjunnar til að afla málma í vopn. Sumarið 622 hélt Heraklíus burt frá Konstantínópel með her sinn, hann lét sér ekki til hugar koma að eyða orku í persneskar sveitir í nágrenni borgarinnar, heldur stefndi inn í miðja Litlu-Asíu þar sem hann þjálfaði nýja dáta sína sumarlangt – um haustið vann hann frægan sigur á einum helsta herforingja Persa, sem Sharbaraz hét, þar með var mestum þrýstingi létt af höfuðborginni. Sumarið eftir þurfti Heraklíus að bregðast við hættulegri árás Avara á Balkanskaganum, þeir frændur Húnanna ætluðu að nota sér vandræði Býsansmanna í Litlu-Asíu til að ná höfuðborginni og munaði minnstu að þeir næðu að handsama keisarann sjálfan, Heraklíus komst undan á flótta og varð svo að borga Avörum gríðarmikinn pening fyrir að láta sig í friði meðan hann hélt aftur í austurveg þar sem þrír persneskir herir biðu.Örmagna ríki Herferð Heraklíusar gegn Persum árin 624-627 var einhver magnaðasta slagsmálasaga í samanlagðri sögu Rómaveldis og Býsans. Allt í einu var eins og nýr maður væri fæddur. Heraklíus sýndi bæði dirfsku og hugmyndaauðgi þegar hann braust með her sinn fyrst til Armeníu og sótti síðan inn í Mesópótamíu og tók að ógna hjarta Persaveldis. Þessi keisari, sem hingað til hafði virst makráður og sérhlífinn, barðist nú skyndilega eins og óður maður og tókst að sigra hvern persneska herinn af öðrum – hann lét sig einu gilda þótt óvígur Persaher settist um Konstantínópel, heldur hélt áfram að herja í austrinu eins og ekkert væri, og hann náði að afla sér óvæntra bandamanna, sem var ný þjóð sem kom úr Litlu-Asíu og hafði lítið heyrst af áður, það voru Tyrkir. Heraklíus hét að gefa foringja Tyrkja dóttur sína að launum fyrir aðstoð, en þegar til kom voru Tyrkir reyndar ótryggir bandamenn og lítið á þeim að græða. Heraklíus stóð einn – og næstum eins og tragísk hetja rambaði hann hvað eftir annað á barmi glötunar, þar sem hann þvældist með her sinn um óvinaslóðir, en ótrúlegt nokk, hann hafði sigur að lokum, í mikilli þoku þann 12. desember árið 627 náði býsanski herinn að gersigra þann persneska við Níníve, hina fornu höfuðborg hinna grimmu Assyríumanna. Þá kom í ljós að ekki bara Býsansmenn heldur líka Persar höfðu gengið fram af sér í þessu langvinna þrotlausa stríði stórveldanna – kraftar þeirra voru á þrotum, herveldi Khosrás féll saman eins og spilaborg og á örfáum misserum náðu Býsansmenn aftur Sýrlandi, Palestínu og Egiftalandi. Khosrá var steypt af stóli af reiðum persneskum aðalsmönnum sem kunnu ekki að meta stjórn hans á stríðinu við Býsans, það var raunar sonur Khosrás sem settur var yfir valdaránið, og hann lét drepa karl föður sinn, og þannig fór fyrir kónginum mikla sem hafði hreykt sér svo hátt í bréfinu til Heraklíusar. Hafði Heraklíus þannig sigrað að lokum? Hafði honum tekist með sinni mögnuðu og ógleymanlegu herferð að bjarga ríki sínu frá hruni og glötun? Já – og nei. Svo örmagna var ríki hans, þrátt fyrir sigurinn, að aðeins fáeinum árum seinna höfðu Býsansmenn aftur misst öll Miðausturlönd, en nú ekki í hendur Persa, því ríki þeirra var gersamlega hrunið, heldur nýrrar árásarþjóðar úr þeirri óvæntu átt suðri, sem voru Arabar. Vopnaðir nýrri trú hirtu þeir öll Miðausturlönd og Persíu af hinum örþreyttu stórveldum. En ef þeir Khosrá og Heraklíus hefðu – eins og fyrri leiðtogar Býsans og Persíu – haft vit á að semja áður en í óefni var komið, þá er eins víst að Aröbum hefði ekkert orðið ágengt, og þá er ekki víst að nokkuð hefði orðið úr trúarbrögðunum íslam. Flækjusaga Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það er sama hvar borið er niður í mannkynssögunni, alls staðar spretta upp magnaðar sögur sem krefjast þess að vera sagðar. Aldrei þessu vant vannst mér ekki pláss til að rekja flækjusögu síðustu viku til enda, og kannski ekki að undra því þar var gríðarleg saga á ferð og átti eftir að reynast í meira lagi áhrifarík. Það er sagan um Heraklíus Býsanskeisara og Khosrá Persakóng, en þar var komið þeirri sögu að sá síðarnefndi Persakóngur virtist standa með pálmann í höndunum, hann hafði lagt undir sig nokkur þau lönd sem höfðu allt frá því á fyrstu öld fyrir Krist tilheyrt Rómaveldi og síðan Býsans: Sýrland, Egiftaland, Palestínu. Eftir stóð Býsansríkið með ýmsar lendur í Norður-Afríku og hér og hvar á Ítalíu, en var líka lemstrað á Balkanskaga og jafnvel í Litlu-Asíu sjálfri (nú Tyrklandi) þar fóru persneskir herir um eins og þeim sýndist og veifuðu bryntröllum sínum í augsýn íbúa í Konstantínópel. Þetta var laust upp úr árinu 620 og þá voru 150 ár síðan Rómaveldi féll í Vestur-Evrópu, nú virtist allt útlit fyrir að austurhlutinn færi sömu leið. Og svo sem mála sannast að það var aðeins með naumindum sem hægt var að kalla Býsansríkið „rómverskt“ þegar hér var komið sögu, Heraklíus hafði til að mynda lagt af latínu sem opinbert tungumál ríkisins og tekið upp grísku. Latína hafði reyndar aldrei verið töluð af þorra fólks í Býsansríkinu og yfirstéttin hafði líka lagt hana af fyrir löngu en menn höfðu þó puðað við að nota hana áfram í hinni æðstu stjórnsýslu við keisarahirðina – nú var það brúk líka fyrir bí og stjórnvaldsákvarðanir Heraklíusar keisara voru festar á papýrus með hinum mjúku línum grískunnar en ekki harðneskjulegum strikum latínuletursins. En var þetta of seint í rassinn gripið hjá Heraklíusi? Yrði grískan fljótlega úrelt líka við Hellusundið þar sem Konstantínópel stóð á rústum hinnar gömlu grísku borgar Býzantíum? Mundi persneska brátt hljóma þar milli múrveggjanna þegar Khosrá kóngur og liðsmenn brytust inn í borgina og stæðu yfir höfuðsvörðum Heraklíusar?Guð hjálpi Rómverjum Já, vissulega var allt útlit fyrir það. Heraklíus hafði fram að þessu sýnt lítinn dug við varnir borgarinnar og ríkisins, hann hlýtur að hafa hugsað öðruhvoru til þeirrar stundar þegar hann steypti fyrirrennara sínum Phocasi af stóli og Phocas hæddist að honum og spurði hvort honum myndi nokkuð takast betur upp en sér við ríkisstjórnina, en þessu reiddist Heraklíus svo að hann drap Phocas eigin hendi. En nú var sem sé útlit fyrir að stefndi í svo magnað klúður hjá Heraklíusi að ríkið sjálft myndi varla lifa það af, og Heraklíus íhugaði að yfirgefa höfuðborgina og láta hana Persum eftir – enda sáust kyndlar þeirra flökta í námunda við borgina þegar rökkvaði og Heraklíus hafði ljóslega ekki bolmagn til að hrekja þá brott. Hann hafði þegar árið 615 látið slá nýjan pening með áletruninni „Deus adiuta Romanis“ sem þýðir „Guð hjálpi Rómverjum“, því Býsansmenn kölluðu sig ennþá Rómverja þótt þeir væru hættir að tala latínu og létu sig litlu skipta borgina á Tíberbökkum, en svona vesældarleg og veimilitítuleg áletrun hafði aldrei verið á rómverskum peningi, þar höfðu menn treyst í þúsund ár á herinn og harðneskjuna, en ekki verið með bænakvak þegar hætta steðjaði að. Enda dugði þessi bæn lítt eða ekki, Persakóngur hélt áfram í mörg ár að lima sundur Býsansríkið og þegar hann náði Egiftalandi hafði hann sent Býsanskeisara svohljóðandi bréf: „Khosrá, mestur guða og herra heimsins, skrifar Heraklíusi, hinum illa og vitskerta þræli sínum. Hví neitar þú enn að gangast undir ok vort og kallar þig kóng? Hef ég ekki lagt Grikkina að velli? Þú segist treysta guði þínum. Því hefur hann þá ekki frelsað úr mínum höndum Caesareu og Jerúsalem [í Palestínu] eða Alexandríu? Og munum vér ekki einnig eyðileggja Konstantínópel? En ég mun fyrirgefa þér ruglið ef þú lýtur oss og kemur hingað með konu þinni og börnum, og ég mun gefa þér spildu með vínviðarrunnum og ólífulundi og líta hlýlega til þín. Ekki blekkja sjálfan þig með trú á þennan Krist, sem ekki tókst að bjarga sér undan Gyðingunum sem drápu hann með því að negla hann á kross. Jafnvel þótt þú reynir að fela þig dýpst á hafsbotni, þá munum vér rétta út hönd vora og klófesta þig, hvort sem þú vilt eða ekki.“ Svona bréf hefur ekki verið skemmtilegt fyrir Býsanskeisara að fá, og draugar Ágústusar, Konstanínusar og Jústiníanusar hafa áreiðanlega hrist hausinn ávítandi yfir Heraklíusi þegar hann þurfti að hlýða á þennan boðskap. Ekki síst af því lengst af var ekki útlit fyrir annað en að Heraklíus yrði að láta þessa ósvífni yfir sig ganga. En rétt í þann mund að keisarinn ætlaði að lúpast brott frá Konstantínópel og leita hælis í Karþagó, þá taldi Sergíus nokkur í hann kjark, enginn smákall reyndar, heldur patríarkinn í höfuðborginni, sem sé æðsti maður kirkjunnar, hann beinlínis skipaði Heraklíusi að snúa tafarlaust vörn í sókn gegn Persum, ekki vera með þennan aumingjaskap, og Sergíus opnaði fjárhirslur kirkjunnar og þangað sótti Heraklíus nú ógrynni fjár til að borga nýjan her sem stefnt skyldi til úrslitaorrustu gegn Persum. Og hann hafði fleiri klær úti – hækkaði skatta, lækkaði laun embættismanna um helming, lagði þungar sektir á spillta stjórnmálamenn, og fékk að bræða niður heilmikið af bronsstyttum og skrautgripum kirkjunnar til að afla málma í vopn. Sumarið 622 hélt Heraklíus burt frá Konstantínópel með her sinn, hann lét sér ekki til hugar koma að eyða orku í persneskar sveitir í nágrenni borgarinnar, heldur stefndi inn í miðja Litlu-Asíu þar sem hann þjálfaði nýja dáta sína sumarlangt – um haustið vann hann frægan sigur á einum helsta herforingja Persa, sem Sharbaraz hét, þar með var mestum þrýstingi létt af höfuðborginni. Sumarið eftir þurfti Heraklíus að bregðast við hættulegri árás Avara á Balkanskaganum, þeir frændur Húnanna ætluðu að nota sér vandræði Býsansmanna í Litlu-Asíu til að ná höfuðborginni og munaði minnstu að þeir næðu að handsama keisarann sjálfan, Heraklíus komst undan á flótta og varð svo að borga Avörum gríðarmikinn pening fyrir að láta sig í friði meðan hann hélt aftur í austurveg þar sem þrír persneskir herir biðu.Örmagna ríki Herferð Heraklíusar gegn Persum árin 624-627 var einhver magnaðasta slagsmálasaga í samanlagðri sögu Rómaveldis og Býsans. Allt í einu var eins og nýr maður væri fæddur. Heraklíus sýndi bæði dirfsku og hugmyndaauðgi þegar hann braust með her sinn fyrst til Armeníu og sótti síðan inn í Mesópótamíu og tók að ógna hjarta Persaveldis. Þessi keisari, sem hingað til hafði virst makráður og sérhlífinn, barðist nú skyndilega eins og óður maður og tókst að sigra hvern persneska herinn af öðrum – hann lét sig einu gilda þótt óvígur Persaher settist um Konstantínópel, heldur hélt áfram að herja í austrinu eins og ekkert væri, og hann náði að afla sér óvæntra bandamanna, sem var ný þjóð sem kom úr Litlu-Asíu og hafði lítið heyrst af áður, það voru Tyrkir. Heraklíus hét að gefa foringja Tyrkja dóttur sína að launum fyrir aðstoð, en þegar til kom voru Tyrkir reyndar ótryggir bandamenn og lítið á þeim að græða. Heraklíus stóð einn – og næstum eins og tragísk hetja rambaði hann hvað eftir annað á barmi glötunar, þar sem hann þvældist með her sinn um óvinaslóðir, en ótrúlegt nokk, hann hafði sigur að lokum, í mikilli þoku þann 12. desember árið 627 náði býsanski herinn að gersigra þann persneska við Níníve, hina fornu höfuðborg hinna grimmu Assyríumanna. Þá kom í ljós að ekki bara Býsansmenn heldur líka Persar höfðu gengið fram af sér í þessu langvinna þrotlausa stríði stórveldanna – kraftar þeirra voru á þrotum, herveldi Khosrás féll saman eins og spilaborg og á örfáum misserum náðu Býsansmenn aftur Sýrlandi, Palestínu og Egiftalandi. Khosrá var steypt af stóli af reiðum persneskum aðalsmönnum sem kunnu ekki að meta stjórn hans á stríðinu við Býsans, það var raunar sonur Khosrás sem settur var yfir valdaránið, og hann lét drepa karl föður sinn, og þannig fór fyrir kónginum mikla sem hafði hreykt sér svo hátt í bréfinu til Heraklíusar. Hafði Heraklíus þannig sigrað að lokum? Hafði honum tekist með sinni mögnuðu og ógleymanlegu herferð að bjarga ríki sínu frá hruni og glötun? Já – og nei. Svo örmagna var ríki hans, þrátt fyrir sigurinn, að aðeins fáeinum árum seinna höfðu Býsansmenn aftur misst öll Miðausturlönd, en nú ekki í hendur Persa, því ríki þeirra var gersamlega hrunið, heldur nýrrar árásarþjóðar úr þeirri óvæntu átt suðri, sem voru Arabar. Vopnaðir nýrri trú hirtu þeir öll Miðausturlönd og Persíu af hinum örþreyttu stórveldum. En ef þeir Khosrá og Heraklíus hefðu – eins og fyrri leiðtogar Býsans og Persíu – haft vit á að semja áður en í óefni var komið, þá er eins víst að Aröbum hefði ekkert orðið ágengt, og þá er ekki víst að nokkuð hefði orðið úr trúarbrögðunum íslam.
Flækjusaga Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira