Ragnar glímir við Carlos Tevez Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2013 08:00 Ragnar Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá FCK. Landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða báðir í eldlínunni með danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá fara fram síðari leikirnir í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. FCK mætir þá stórliði Juventus í Tórínó í afar mikilvægum leik í B-riðli. Real Madrid stendur langbest að vígi í riðlinum með tíu stig en Galatasaray og FCK koma næst með fjögur. Gengi Juventus hefur komið á óvart en liðið, sem er enn án sigurs í riðlinum, er með þrjú stig í neðsta sæti. Juventus er þó á toppnum í deildinni heima og vonast Antonio Conte, stjóri liðsins, til að liðið nýti sér þann meðbyr fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. „Við vonumst eftir góðum úrslitum í kvöld en þetta er enn allt saman í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á neina aðra,“ sagði Conte í gær. Ragnar hefur verið fastamaður í vörn FCK og fær því það mikilvæga hlutverk að gæta hinna stórhættulegu Carlos Tevez og Fernando Llorente, sóknarmanna Juventus. Líklegt þykir að Rúrik Gíslason byrji einnig en hann lagði upp sigurmark sinna manna gegn Galatasaray í síðustu umferð. Sá sigur opnaði baráttuna um annað sæti riðilsins upp á gátt. Real Madrid tekur á móti Galatasaray í hinni viðureign kvöldsins og mun með sigri gulltryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða báðir í eldlínunni með danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá fara fram síðari leikirnir í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. FCK mætir þá stórliði Juventus í Tórínó í afar mikilvægum leik í B-riðli. Real Madrid stendur langbest að vígi í riðlinum með tíu stig en Galatasaray og FCK koma næst með fjögur. Gengi Juventus hefur komið á óvart en liðið, sem er enn án sigurs í riðlinum, er með þrjú stig í neðsta sæti. Juventus er þó á toppnum í deildinni heima og vonast Antonio Conte, stjóri liðsins, til að liðið nýti sér þann meðbyr fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. „Við vonumst eftir góðum úrslitum í kvöld en þetta er enn allt saman í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á neina aðra,“ sagði Conte í gær. Ragnar hefur verið fastamaður í vörn FCK og fær því það mikilvæga hlutverk að gæta hinna stórhættulegu Carlos Tevez og Fernando Llorente, sóknarmanna Juventus. Líklegt þykir að Rúrik Gíslason byrji einnig en hann lagði upp sigurmark sinna manna gegn Galatasaray í síðustu umferð. Sá sigur opnaði baráttuna um annað sæti riðilsins upp á gátt. Real Madrid tekur á móti Galatasaray í hinni viðureign kvöldsins og mun með sigri gulltryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira