Ragnar glímir við Carlos Tevez Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2013 08:00 Ragnar Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá FCK. Landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða báðir í eldlínunni með danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá fara fram síðari leikirnir í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. FCK mætir þá stórliði Juventus í Tórínó í afar mikilvægum leik í B-riðli. Real Madrid stendur langbest að vígi í riðlinum með tíu stig en Galatasaray og FCK koma næst með fjögur. Gengi Juventus hefur komið á óvart en liðið, sem er enn án sigurs í riðlinum, er með þrjú stig í neðsta sæti. Juventus er þó á toppnum í deildinni heima og vonast Antonio Conte, stjóri liðsins, til að liðið nýti sér þann meðbyr fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. „Við vonumst eftir góðum úrslitum í kvöld en þetta er enn allt saman í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á neina aðra,“ sagði Conte í gær. Ragnar hefur verið fastamaður í vörn FCK og fær því það mikilvæga hlutverk að gæta hinna stórhættulegu Carlos Tevez og Fernando Llorente, sóknarmanna Juventus. Líklegt þykir að Rúrik Gíslason byrji einnig en hann lagði upp sigurmark sinna manna gegn Galatasaray í síðustu umferð. Sá sigur opnaði baráttuna um annað sæti riðilsins upp á gátt. Real Madrid tekur á móti Galatasaray í hinni viðureign kvöldsins og mun með sigri gulltryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða báðir í eldlínunni með danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá fara fram síðari leikirnir í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. FCK mætir þá stórliði Juventus í Tórínó í afar mikilvægum leik í B-riðli. Real Madrid stendur langbest að vígi í riðlinum með tíu stig en Galatasaray og FCK koma næst með fjögur. Gengi Juventus hefur komið á óvart en liðið, sem er enn án sigurs í riðlinum, er með þrjú stig í neðsta sæti. Juventus er þó á toppnum í deildinni heima og vonast Antonio Conte, stjóri liðsins, til að liðið nýti sér þann meðbyr fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. „Við vonumst eftir góðum úrslitum í kvöld en þetta er enn allt saman í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á neina aðra,“ sagði Conte í gær. Ragnar hefur verið fastamaður í vörn FCK og fær því það mikilvæga hlutverk að gæta hinna stórhættulegu Carlos Tevez og Fernando Llorente, sóknarmanna Juventus. Líklegt þykir að Rúrik Gíslason byrji einnig en hann lagði upp sigurmark sinna manna gegn Galatasaray í síðustu umferð. Sá sigur opnaði baráttuna um annað sæti riðilsins upp á gátt. Real Madrid tekur á móti Galatasaray í hinni viðureign kvöldsins og mun með sigri gulltryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira