Blautar brækur Teitur Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Mamman kallar á 10 ára dóttur sína sem hoppar á trampólíninu að koma nú inn að borða. „Meira hvað barnið getur skoppað þetta fram og til baka án þess að lenda í vandræðum.“ Ekki myndi hvarfla að mömmunni að gera þetta í dag, hún myndi örugglega missa það í brækurnar við þessa áreynslu. Reyndar hefur þetta verið allt hið ómögulegasta mál síðustu árin, hún hefur varla mátt hnerra eða hlæja af hjartans lyst af ótta við það sama. Kaupandi innlegg til að vera viss, þrátt fyrir að hún sé ekki á blæðingum. Sérstaklega í ræktinni er þetta hvimleitt því hún verður að vera búin að tæma blöðruna áður en hún fer að djöflast með hinum stelpunum, annars er voðinn vís. Þarna er um að ræða eitt birtingarform þvagleka sem er algengt hjá konum, sérstaklega eftir barnsburð eða í kjölfar tíðahvarfa með tilheyrandi breytingum í slímhúð. Þetta er sérlega hvimleitt vandamál og oftsinnis lítið rætt, því miður, enda vandræðalegt að geta ekki haldið þvagi. Flestir tengja það við ungbörn með bleyju eða eldra fólk sem hefur misst stjórn, síður við unga og hrausta konu. Þvagleki er tvisvar sinnum algengari að jafnaði hjá konum en körlum og byggir það töluvert á líffærafræði og byggingu grindarbotnsins. Það eru hins vegar margir karlar sem finna einnig fyrir slíkum einkennum, þá sérstaklega þeir sem glíma við blöðruhálskirtilsvanda og hafa farið í aðgerð. Við þekkjum marga sjúkdóma sem hafa áhrif á starfsemi þvagblöðrunnar og geta leitt til þvagleka, en einna helst eru það taugasjúkdómar eins og Parkinson, Alzheimer, MS-sjúkdómur, heilaáföll, mænuskaði og sykursýki. Ekki má gleyma einfaldari vandamálum, samanber þvagfærasýkingar og hægðatregðu auk neyslu- og hegðunartengdra atriða sem geta ýtt undir þvaglosun og leka. Áfengi, of mikil vökvainntaka, reykingar, offita, koffein, ertandi efni fyrir blöðruna eins og krydd, sykur og sýrur auk lyfja að sjálfsögðu geta haft veruleg áhrif og ýtt undir þann vanda sem fyrir er eða jafnvel skapað hann.Haldið leyndum Þvagleka geta fylgt ýmis vandamál, mörg þeirra vegna ertandi áhrifa þvagsins á húðina, aukinnar tíðni þvagfærasýkinga en síðast en ekki síst hinna sálfélagslegu þátta sem geta valdið einangrun og haft veruleg áhrif á líf og líðan viðkomandi. Það er þekkt að þvagleki getur dregið úr áhuga á líkamsrækt og þátttöku í félagslífi, truflað svefn og einbeitingu auk þess að hafa áhrif á nánd og samlíf af ótta við að missa þvag. Það er því ljóst að til mikils er að vinna að reyna að leysa þennan vanda sem oftar en ekki er haldið leyndum og ætti þvert á móti að hvetja bæði konur og karla til að ræða þessi vandamál við lækni eða annan fagaðila. Nauðsynlegt er að fá rétta greiningu og aðstoð því í mörgum tilvikum er hægt að meðhöndla eða jafnvel lækna þvaglekann, en honum er skipt upp í nokkur form eftir alvarleika hans og tekur meðferðin mið af því. Í sumum tilvikum duga einfaldar æfingar, en stundum þarf aðgerð og lyfjameðferð til að ná viðunandi árangri. Konur og karlar ættu að ræða þetta opinskátt og læknar þurfa að vera meðvitaðir, en þar sem vandinn er bæði vangreindur og sjaldan ræddur eru tölur nokkuð á reiki með tíðni. Talið er að allt að 65% kvenna og allt að 40% karla finni fyrir slíkum einkennum á lífsleiðinni og augljóslega eiga hæstu tölurnar við elsta hópinn. Þá er talið að minna en helmingur þeirra sem glíma við slíkan vanda leiti sér aðstoðar og einnig að stór hópur viðurkenni hann alls ekki. Þá er einnig áhugavert að vita að einfaldasta leiðin til að hindra eða bæta þvagleka eru grindarbotnsæfingar, en fæstar konur gera þær reglubundið, hvað þá karlar. Rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur þeirra sem þó gera slíkar æfingar gerir þær vitlaust, svo við eigum enn langt í land að því er virðist og er mikilvægt að kenna þær. Vitundarvakningar er þörf að mínu viti, því leitun er að jafn einföldu og ódýru úrræði sem getur haft jafn afgerandi áhrif á líf og líðan einstaklinga og grindarbotnsæfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Mamman kallar á 10 ára dóttur sína sem hoppar á trampólíninu að koma nú inn að borða. „Meira hvað barnið getur skoppað þetta fram og til baka án þess að lenda í vandræðum.“ Ekki myndi hvarfla að mömmunni að gera þetta í dag, hún myndi örugglega missa það í brækurnar við þessa áreynslu. Reyndar hefur þetta verið allt hið ómögulegasta mál síðustu árin, hún hefur varla mátt hnerra eða hlæja af hjartans lyst af ótta við það sama. Kaupandi innlegg til að vera viss, þrátt fyrir að hún sé ekki á blæðingum. Sérstaklega í ræktinni er þetta hvimleitt því hún verður að vera búin að tæma blöðruna áður en hún fer að djöflast með hinum stelpunum, annars er voðinn vís. Þarna er um að ræða eitt birtingarform þvagleka sem er algengt hjá konum, sérstaklega eftir barnsburð eða í kjölfar tíðahvarfa með tilheyrandi breytingum í slímhúð. Þetta er sérlega hvimleitt vandamál og oftsinnis lítið rætt, því miður, enda vandræðalegt að geta ekki haldið þvagi. Flestir tengja það við ungbörn með bleyju eða eldra fólk sem hefur misst stjórn, síður við unga og hrausta konu. Þvagleki er tvisvar sinnum algengari að jafnaði hjá konum en körlum og byggir það töluvert á líffærafræði og byggingu grindarbotnsins. Það eru hins vegar margir karlar sem finna einnig fyrir slíkum einkennum, þá sérstaklega þeir sem glíma við blöðruhálskirtilsvanda og hafa farið í aðgerð. Við þekkjum marga sjúkdóma sem hafa áhrif á starfsemi þvagblöðrunnar og geta leitt til þvagleka, en einna helst eru það taugasjúkdómar eins og Parkinson, Alzheimer, MS-sjúkdómur, heilaáföll, mænuskaði og sykursýki. Ekki má gleyma einfaldari vandamálum, samanber þvagfærasýkingar og hægðatregðu auk neyslu- og hegðunartengdra atriða sem geta ýtt undir þvaglosun og leka. Áfengi, of mikil vökvainntaka, reykingar, offita, koffein, ertandi efni fyrir blöðruna eins og krydd, sykur og sýrur auk lyfja að sjálfsögðu geta haft veruleg áhrif og ýtt undir þann vanda sem fyrir er eða jafnvel skapað hann.Haldið leyndum Þvagleka geta fylgt ýmis vandamál, mörg þeirra vegna ertandi áhrifa þvagsins á húðina, aukinnar tíðni þvagfærasýkinga en síðast en ekki síst hinna sálfélagslegu þátta sem geta valdið einangrun og haft veruleg áhrif á líf og líðan viðkomandi. Það er þekkt að þvagleki getur dregið úr áhuga á líkamsrækt og þátttöku í félagslífi, truflað svefn og einbeitingu auk þess að hafa áhrif á nánd og samlíf af ótta við að missa þvag. Það er því ljóst að til mikils er að vinna að reyna að leysa þennan vanda sem oftar en ekki er haldið leyndum og ætti þvert á móti að hvetja bæði konur og karla til að ræða þessi vandamál við lækni eða annan fagaðila. Nauðsynlegt er að fá rétta greiningu og aðstoð því í mörgum tilvikum er hægt að meðhöndla eða jafnvel lækna þvaglekann, en honum er skipt upp í nokkur form eftir alvarleika hans og tekur meðferðin mið af því. Í sumum tilvikum duga einfaldar æfingar, en stundum þarf aðgerð og lyfjameðferð til að ná viðunandi árangri. Konur og karlar ættu að ræða þetta opinskátt og læknar þurfa að vera meðvitaðir, en þar sem vandinn er bæði vangreindur og sjaldan ræddur eru tölur nokkuð á reiki með tíðni. Talið er að allt að 65% kvenna og allt að 40% karla finni fyrir slíkum einkennum á lífsleiðinni og augljóslega eiga hæstu tölurnar við elsta hópinn. Þá er talið að minna en helmingur þeirra sem glíma við slíkan vanda leiti sér aðstoðar og einnig að stór hópur viðurkenni hann alls ekki. Þá er einnig áhugavert að vita að einfaldasta leiðin til að hindra eða bæta þvagleka eru grindarbotnsæfingar, en fæstar konur gera þær reglubundið, hvað þá karlar. Rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur þeirra sem þó gera slíkar æfingar gerir þær vitlaust, svo við eigum enn langt í land að því er virðist og er mikilvægt að kenna þær. Vitundarvakningar er þörf að mínu viti, því leitun er að jafn einföldu og ódýru úrræði sem getur haft jafn afgerandi áhrif á líf og líðan einstaklinga og grindarbotnsæfingar.